Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 67
UNDIR JÖKLI
53
aðhvort ekki talið þörf á aS segja þá sögu ítarlegri en hann hefur gert eða
ekki talið sér það fært. Vegna þessarar tregðu hans kunnum vér nú ekki
meira úr sögunni af Helgu Bárðardóttur en það, sem greinir í hinu stutta
ágripi hans, og er hér sem oftar, að vér eigum þá sök á hendur höfundinum
að telja, að hann hefur sagt oss færra en hann gat sagt og færra en vér mynd-
um kjósa, að hann hefði sagt.
En aðalatriðin úr sögunni af Helgu BárSardóttur hefur höfundurinn þó sagt
og nóg til þess, að vér getum skilið, að sú saga hefur verið nokkuð sérstæð
meðal hinna fornu sagna vorra, þeirra, er vér nú kunnum skil á. Saga Helgu
er harmsaga konu, er beið tjón á sálu sinni. Hún hafði fengið að njóta
alsælu ástar sinnar um stund, en brátt var hún svipt þeirri sælu, og síðan bar
hún brostinn streng í sálu sér.
Tapað hefur seggurinn svinni
sumarlangt gleðinni minni,
kvað ókunn skáldkona fyrir löngu síðan. Skeggi tapaði gleði Helgu, ekki
sumarlangt, heldur ævilangt. Hún reikaði eirðarlaus stað úr stað, einræn
og mannfælin, var meS dul, þegar hún var meðal manna, en oftar var hún
þó fjarri mönnum, ein með sorg sinni. Þegar harmar hennar bönnuSu henni
svefn, lék hún á hörpu sína, tjáði sorg sína og leitaðist við að sefa hana
með tónum hörpunnar.
Þessi var harmsaga Helgu Bárðardóttur, og er hún þó ekki fullsögð.
Sagan segir ekkert um hug Skeggja til hennar, hvort hann hefur fest ást
á henni eSa aðeins tekið hana til sín, sér til stundargamans á ferðum sínum
erlendis, og hún segir ekkert um það, hvers vegna hann lét hana eina. En
það er eins og vér getum lesið á milli línanna, að þessi örlög Helgu hafi
verið henni ásköpuð. Þau Skeggi voru hvort af sínum heimi og Helga þó
af fleiri heimum en einum. Hún var ekki mennsk nema að nokkru. Dumbur,
föðurfaðir hennar var tröllaættar aS móðerni, og móðir hennar var dóttir
Dofra jötuns úr Dofrafjöllum. TrölliS og maðurinn hafa togazt á í sál henn-
ar. Hin fagra og glæsilega kona, sem knúSi hörpu sína í lokrekkjunni á
Hjalla, og sumir héldu, eins og síðar verður vikið að, að væri sjálf GuSrún
Gjúkadóttir, hin stolta drottning úr heimi hetjukvæðanna, sat líka veizl-
una hjá Hít tröllkonu, með Jóru úr Jórukleif, Surti af Hellisfitjum, Ámi
og Glámi úr MiSfjarSarnesbjörgum og mörgum öðrum tröllum víðsvegar af
landinu, svo langt og vítt sem bilið þó var milli Niflunga og bergþursa.
Þegar tveir svo ólíkir eSIisþættir mætast í einni mannssál, þá er viðbúið,
að það sé fyrirboSi harmsögu, og sú varð raunin á um Helgu.
Saga Helgu BárSardóttur er bæði forn og ný. „Flúinn er dvergur, dáin
hamratröll“, kvað Jónas Hallgrímsson, og í einni yngstu tröllasögunni í ís-
lenzkum þjóðsögum er frá því sagt, aS þá voru einar tvær tröllkonur eftir