Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 69
UNDIR JÖKLI
55
Manni kemur það á óvart að mæta GuSrúnu Gjúkadóttur í íslenzkri
þjóStrú, en þessi athugasemd sýnir, aS hún hefur veriS svo hugstæS fólki
hér á landi aS fornu, aS þjóSsögur hafa skapazt um hana, innlendar, íslenzk-
ar þjóðsögur, sem ekki aðeins hafa orðið til hér, heldur átt aS hafa gerzt
hér á íslandi.
í hinum norrænu heimildum, EddukvæSunum og Völsungasögu, segir
ekkert frá ævilokum GuSrúnar. Þær skilja við hana, er synir hennar höfðu
að áeggjun hennar hefnt Svanhildar, systur sinnar, og látið sjálfir líf sitt.
Var þá farin öll ætt hennar, eins og Völsungasaga lætur Brynhildi spá,
og hún stóð eftir ein og einmana. Hin íslenzka sögn, að hún hafi komið
alla leið hingað út til íslands, gæti hafa verið liður í sögnum þess efnis, að
hún hafi hvergi numið yndi eftir hið mikla afhroS, er hún hafði goldið,
en fariS eirðarlaus land úr landi í árangurslausri leit eftir því að geta sefað
harma sína. Sú sögn mætti hafa stuðzt við kvæði, sem nú eru glötuð. En hitt
er víst, að það, að þjóðsögur sköpuðust um hana hér, sýnir, að alþýða manna
hefur vitað deili á henni, og það bendir til þess, að hetjukvæðin hafi lifað
á vörum fólksins á þessum tímum. ÞaS hafa ekki verið lærðu mennirnir,
skáldin1) og fróðleiksmennirnir, einir, sem hafa numið þau og kunnað.
GuSrúnu Gjúkadóttur bregður fyrir í annarri íslenzkri sögn, litlu eldri en
BárSarsaga er. Sturlunga segir frá draumum, sem sextán ára gamla stúlku,
JóreiSi Hermundardóttur í MiSdal í Laugardal, dreymdi sumarið og haustið
1255. Hana dreymdi fjórum sinnum sömu konuna. Var hún ýmist dökk-
klædd eða bláklædd og reið gráum hesti miklum og var sjálf mikil og mikil-
úðug. Átti JóreiSur tal við hana um ýmis efni, og nam nokkrar vísur, er
hún kvað. Konan var GuSrún Gjúkadóttir. Draumar þessir eru merkilegir,
einkum fyrir það, aS þeir sýna oss hugi almúgafólksins í sveitum Gizurar
Þorvaldssonar um þessar mundir og afstöðu þess til deilumála þeirra, er þá
voru efst á baugi. Þeir sýna ást þess á höfðingja sínum, Gizuri.
Vilda ek at óskum
öðlings syni
öll œvi sín
eftir gengi.
kvað GuSrún til Gizurar í einum draumnum. Þeir sýna hatur þess og heift
í garð fjandmanna hans. í síðasta draumnum var maður bundinn í tagl
hestinum, sem konan reið, og sagði hún JóreiSi, að það væri Eyjólfur
Þorsteinsson, sem fallið hafði á Þverárfundi þá um sumarið. ,,Skal ek nú
Iauna honum”, sagði konan, ,,er hann dró Hall Gizurarson um klakann
á Flugumýri”.
1) I skáldskap Gísla Súrssonar gætir áhrifa frá Guðrúnarkviðu hinni fornu, sbr. Magnus Ol-
sen: Gisla saga og heltediktningen í Festskrift til Finnur Jónsson, bls. 6—14.