Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 72
58
HELGAFELL
Það eru að minnsta kosti engar líkur til þess, að Snæfellsásinn sé skáld-
skapur höfundar Bárðarsögu. Má jafnvel leiða nokkurar líkur að því, að
hans hafi verið getið í riti, áður en Bárðarsaga var rituð í fyrstu. í Njálu
er getið um Svínafellsás. Skarphéðinn er látinn brígzla Flosa um það, að
hann sé brúður Svínafellsáss hina níundu hverja nótt. í einu af hinum elztu
handritum Njálu, AM 468, 4to, er á þessum stað ritað ,,Snæfellsháls“ í
stað ,,Svínafellsáss“. Handrit þetta er almennt talið ritað fyrr en Bárðarsaga
var færð í letur. ,,Snæfellsháls“ er væntanlega mislestur ritarans fyrir ,,Snæ-
fellsáss“, sem staðið hefur í handriti því, er hann ritaði eftir, enda stendur og
Snæfellsáss í öðru handriti, AM 466, 4to, sem að vísu er miklu yngra, frá 15.
öld, en mun þó vera af sama stofni og AM 468, 4to. Má því ætla, að staðið
hafi „Snæfellsáss" í fornu handriti Njálu, sem þessi handrit bæði eru frá
komin. Sýnir það, að ritari þess handrits hefur heyrt getið um Snæfellsás og
haft hann í huga, er hann skrifaði þennan kafla. Hafa þá pennaglöp þessi
orðið hjá honum óvart. Þetta hefur gerzt, áður en Bárðarsaga var skráð, og
getur afritarinn því ekki hafa sótt vitneskju sína um Snæfellsásinn í hina
rituðu Bárðarsögu.
Annars verðum vér að hafa það hugfast, að ekki er ólíklegt, að þriggja
alda kristni hafi breytt nokkuð hugmyndum manna um landvættirnar og
þær hafi því, er Bárðarsaga var rituð á 14. öld, verið orðnar ólíkar því,
sem þær voru í landnámsöld. Vera má enn fremur, að höfundur sögunnar
hafi bætt einhverju frá sjálfum sér inn í sagnirnar, sem hann skráði, og ef
til vill breytt einhverju í svip Bárðar frá því, sem munnmælin höfðu lýst
honum. Úr þessu er örðugt að skera, og mun ég enga tilraun gera til þess.
Ég mun láta mér nægja að víkja lítið eitt að því, sem sagan segir um Bárð.
Þar sjáum vér í öllu falli, hversu höfundur sögunnar hefur hugsað sér hann.
Líklegt má telja, að Snæfellsásinn hafi í fyrstu verið náttúruvættur, andi
fjallsins. í sögunni er hann það ekki. Hann er þar maður, sem gerist land-
vættur. Bárður var bóndi á Laugarbrekku á Hellisvöllum, en brá ráði sínu,
yfirgaf búskap sinn, gaf vinum sínum jarðir sínar og hvarf á brott með bú-
ferli sitt í jöklana, byggði þar stóran helli og varð síðan verndari og heit-
guð byggðarlaga sinna. Til eru sagnir er sýna, að menn trúðu því, að
mennskir menn gætu orðið landvættir, t. d. sagnirnar um Ólaf Geirstaðaálf
og Hálfdan svarta. Þeir urðu landvættir eftir dauða sinn. Hugmyndir manna
um bústaði framliðinna sýnast hafa verið nokkuð á reiki á þeim tímum.
Menn hugðu þá ekki aðeins lifa í Valhöll eða í Helheimi, heldur og í haug-
unum, er þeir höfðu verið lagðir í, eða í fjöllunum, sem þeir höfðu dáið í.
Hér á landi sýnist það hafa verið algeng trú í heiðni, að menn dæju í fjöll.
Þórsnesingar dóu í Helgafell, Hvammverjar í Dölum í Krosshóla, Sel-
Þórir á Rauðamel ytri og frændur hans hinir heiðnu í Þórisbjörg, og fleiri
dæmi þessarar trúar eru hér á landi. Þótt fræðimenn séu almennt annarrar