Helgafell - 01.01.1943, Side 75
UNDIR JÖKLI
61
trúss. í Saxahólslandi eru steinar þrír, sem kallaðir eru Vættir eða Bárðar-
vættir eða Bárðartrúss. Bárðarrúm heitir grasbrekka milli hraunkletta fyrir
neðan Purkhóla og Bárðarkolla smátjörn þar nærri. Bárðarkistur eru tvær.
Önnur er klettaborg á Hamrendafjalli í Breiðuvík. Hin er fell upp af Saxa-
hóli eða þó líklega öllu fremur bjargið fremst í fellinu. í kistunum á Bárð-
ur að hafa falið gersemar sínar, en mikil vandhæfi eru sögð á því að fá náð
þeim.1) Bárðarhaugur heitir fjallsbunga upp af Bárðarkistufelli,2) Bárðar-
hellir er sagður vera fyrir ofan svonefnda Skaflakinn, sem er beint upp af
Dritvík við jökulræturnar. Ganga sagnir um, að menn hafi komið að hell-
inum á síðustu öld, en eigi getað hitt á hann aftur, og skráð hefur verið
sögn um enskan kaupmann, er á að hafa komizt í hellinn með hjálp íslenzks
kunnáttumanns, en varla er sú sögn gömul3). Loks er þess að geta, að mynd
af Bárði er talin vera til. í Hítardal eru steinar tveir, sem áður voru þar í
kirkjuvegg. Eru mannamyndir á steinunum, karls og konu, og segja munn-
mæli, að það séu þau Bárður og vinkona hans, Hít tröllkona. Geta þeir
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þeirra munnmæla í ferðabók sinni.
Öll þessi örnefni og munnmæli sýna, hversu Bárður hefur lifað í hugum
manna allt fram á vora daga. En vér skulum hverfa frá þessum yngri minjum
og til sögunnar sjálfrar og lýsingar hennar á Bárði. Þar leikur enginn ævin-
týraljómi eða álfheimadýrð um Snæfellsásinn. Hann bjó í helli, og þar er
ekkert orð gert á neinu skrauti eða híbýlaprýði. Hann var ekki skrýddur
neinum konungsskrúða eða skartkíæðum. Hann var í gráum kufli, skjól-
góðri, íslenzkri hríðarúlpu og gyrður svarðreipi. Þess er ekki getið, að hann
hafi borið nein vopn, sem til kjörgripa mátti telja. Hann bar aðeins sterk-
legan klakastaf ,,ok í fjaðrbrodd langan ok digran“. Hann var búinn eins
og sá þarf að vera, sem er á ferð í íslenzku vetrarveðri. En hann var hraustur
og sterkur og öruggur til fulltingis þeim, sem í vanda voru staddir, hvort
heldur var af völdum illra vætta eða náttúruaflanna á sjó eða landi.
„Mannen, som diktet om Bárd Snæfellsás, diktet om Island“, segir Fred-
rik Paasche. Hann rökstuddi það ekki nánar, og vér getum spurt: Hversu
má telja þessa landvætt, sem þannig var farið, vera tákn lands vors og
þjóðar ?
Um það mál skal eigi fjölyrt hér, þótt margt mætti um það segja. En ég
byrjaði þessa grein mína með því að minnast á hugleiðingar Stephans G.
Stephanssonar á einni af ferðum hans um slétturnar í Vesturheimi, og ég
ætla að enda hana með því að minna á hugleiðingar annars skálds, sem var
á ferð á öðrum slóðum, Matthías Jochumsson var á ferð yfir Fjarðarheiði.
1) Huld V., bls. 64.
2) Ornefni þessi hef ég úr ömefnasöfnum Lúövíks Kristjánssonar.
3) Gríma IV., bls. 52—59.