Helgafell - 01.01.1943, Side 77
BJÖRN GUÐFINNSSCN:
Stafsetning og framburður
I.
„En dauðinn fer í spor kínversku stafsetningarinnar, og dauðinn fer
þegar á liana sjálfa“, segir Helgi Hjörvar skrifstofustjóri í greinarkorni,
sem birtist í I. hefti Samtíðarinnar 1934.
Hér virðast orð „spámannsins“ lítt hafa rætzt. Dauðinn fór ekki á
stafsetninguna. Hitt er satt: Helgi fór þegar á z-urnar.
En það er ekki heiglum lient að glíma við z-urnar: „z og z með krók
og z með tveim krókum“, eins og stendur i kinversku greininni. Verður
ótvírætt ráðið af kveinstöfum Helga í septemberhefti Helgafells 1942, að
z-urnar hafi „komið á liann krók“. Standa þær nú yfir honum föllnum
og storka honum með orðunum: „Hægan, Helgi, seinna, seinna!“
Nú er það að visu svo, að z er merkilegur stafur og á sér merkilega
sögu, en þó virðist mér ástæðulaust að gera henni svo hátt undir höfði,
að önnur atriði stafsetningarinnar sjáist ekki vegna þess. Ég hef því
látið til leiðast að rita nokkur orð um stafsetningu og framburð, ef það
mætti verða til þess, að menn fengju víðari sýn yfir málið.
Stafsetning hefur longum verið deilumál, og ekki eru miklar líkur
til þess, að samkomulag náist í þeim efnum fyrst um sinn. Sumir telja
rétt að fara sem næst uppruna orðanna, og miða þeir þá auðvitað við
eitthvert ákveðið tímabil í málssögunni. Aðrir vilja hins vegar semja
stafsetninguna sem mest að framburði þeim, sem ríldr á hverjum tíma.
Þessi togstreita milli uppruna og framburðar leiðir tíðast til einhvers
konar málamiðlunar, þar sem báðir aðilar eru óánægðir, en stafsetn-
ingin verður, — vægast sagt —, ófullkomin. Má oft með sanni segja,
að hvorugur hafi sitt, en skrattinn stafsetninguna.
Fyrir rúmum 100 árum kvaddi ungur málfræðingur, Konráð Gísla-
son, sér hljóðs um þetta efni. Réðst hann á stafsetningu þá, sem tíðk-
aðist á þeim tíma liér á landi, og lagði til, að tekin yrði upp ný staf-
setning, miðuð við framburð. Tilraunin mistókst, svo sem kunnugt er.
En þó að svo færi, var liún samt nokkurs virði. Konráð ritaði merkar