Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 79
STAFSETNING OG FRAMBURÐUR
65
Ég skal hreinskilnislega játa, að helzt liefði ég kosið að þurfa ekki
að gera þennan samanburð á málfræðiritgerðum þeirra Konráðs
og Björns annars vegar og „málfræðiritgerðum“ Helga Hjörvars
hins vegar. Ég hef enga löngun til að minnka Helga. En málefnið
knúði mig til samanburðarins. Ég lit svo á, að Helgi hafi unnið óþarft
verlc með þessum skrifum sínum. Ekki á ég við það, að honum sé ekki
fyllilega heimilt að gagnrýna stafsetninguna. Ég á ekki heldur við það,
að stafsetningunni stafi hætla af ritsmíðum hans. Síður en svo. Hitt á
ég við, að hann hefur tekið upp nýja haráttuaðferð, sem er lítt sam-
hoðin merltu, fræðilegu viðfangsefni.
Þær línur, sem ég rita hér um stafsetningu, eiga livorki að vera vörn
þeirri stafsetningu, sem við nú höfum, né heldur áróður fyrir annarri
stafsetningu. Hitt vildi ég reyna: að flytja málið aftur á fræðilegan
vettvang, úr yfirborðsliætti, stóryrðum og smámunasemi — eða með
öðrum oi'ðum: úr hjörvörskunni (,,seminarismanum“).
II.
Stafsetningin frá 1929 stendur yfirleitt miklu nær uppruna orðanna
en framburði þeirra. Mér liggur við að segja, að liún gæti kallazt „sam-
ræmd stafsetning forn“. Hún stendur að sumu leyti nær upprunanum
en stafsetning sú, sem notuð er á fornritaútgáfunni nýju.
Deila sú, sem risið liefur um stafsetningu íslenzkra fornrita, er þvi —
séð frá bæjardyrum málfræðings —, að ýmsu leyti dálítið brosleg, enda
hefur ekki allt, sem um þau efni hefur sézt á prenti, verið gáfulegt. Er
livorugur aðilinn öfundsverður af sínum málstað.
Þar sem núgildandi stafsetning stendur svo nærri upprunanum, ligg-
ur í augum uppi, að bilið milli hennar og framburðarins muni vera
nokkuð breitt. Ekki er þó öllum þetta svo ljóst sem vænta mætti. Ýmsir
virðast ætla, að stafsetning og framhurður mundu að kalla fallast í
faðma, ef útrýmt væri y og z. Þetta er hættulegur misskilningur. Mun-
urinn yrði gífurlegur, þótt þessir stafir hyrfu úr málinu.
Ég mun nú freista þess að skýra þetta mál nokkru nánar. Ætla ég,
að heppilegasta leiðin til þess sé sú að birta fyrst kafla, sem ritaður er
með þeirri stafsetningu, sem nú tíðkast, en síðan með nýrri stafsetn-
ingu, sem samin er svo mjög að framburði, að tæplega verður miklu
nær komizt, nema hætt verði mörgum stöfum í stafrófið. Að lokum
verður kaflinn hljóðritaður til samanhurðar.