Helgafell - 01.01.1943, Side 86

Helgafell - 01.01.1943, Side 86
LAURO DE BOSIS: Sagan um helför mína Lauro de Bosis fæddist í Rómaborg 9, desember 1901. Hann var yngsti sonur skáldsins Adolfo de Bosis, sem nafnkunnur er af þýðingum á ýmsum kvæðum Shell- eys. Móðir Lauros var af amerísku bergi brotin og kynjuð frá Nýja-Englandi, en faðir hennar var meþódistaklerkur. — Lauro lauk kandídatsprófi f efnafræði í Rómaborg- ar-háskóla 1922, en bókmenntir og heim- speki urðu hugðnæmustu viðfangsefni hans, enda hafði hann alizt upp á mesta mennta- heimili. Hann þýddi á ftölsku Odipus ^on- ung og Antigone, eftir Sófókles, og styttri útgáfuna af ,,The Golden Bough" (um sam- anburð trúarbragða, kom út 1890), eftir Sir James Frazer. Hann ritaði allmargar grein- ar og orti nokkur kvæði, og hefur hvorugt þetta verið gefið út ennþá. Árið 1927 samdi hann ljóðrænt leikrit og nefndi það ,,Icario“ Hlaut hann fyrir það í Amsterdam 1928 hin svokölluðu olympisku verðlaun, sem veitt eru fyrir skáldskap. Þetta leikrit var prentað í Milano 1930. Árið eftir tók hann saman úrval af ftölskum kvæðum fyrir háskóla- prentsmiðjuna í Oxford, og var sú bók gefin út eftir lát hans, 1932. Þegar fasistahreyfingin hófst, fór Lauro de Bosis sem flestum ungu mönnunum um þær mundir, að hann varð mjög hrifinn af þeim umbótum, sem líklegt þótti, að hún mundi hafa í för með sér. En hann sá brátt háskann, sem f henni bjó og svikin við frelsisvenjur ítala. Hann sannfærðist æ betur um það að hefja yrði mótmæli innanlands, og árið 1930 stofnaði hann Alleanza Nationale' , sem kalla mætti Þjóðernisfélagið. „Sagan um helför mína“ tekur yfir síðara hluta ævi hans, eða til þess er hann hvarf eftir flugið yfir Rómaborg 3. október 1931. Grein sú, er hér fer á eftir, var rituð á frönsku nóttina milli 2. og 3. október 1931, og sendi höfundur hana blaðamanni, vini sínum, og bað hann birta í blöðunum, ef hann kæmi ekki aftur úr flugferðinni yfir Rómaborg. Á frímerkinu stendur dagsetning, 3. október 1931, og má af því ráða, að höfundurinn hlýtur að hafa látið bréfið í póstkassann, þegar hann var á leið- inni út á flugvöllinn. Hann lagði af stað frá Marseilles kl. 3.15 og kom til Rómaborgar kl. 8 síðdegis. Hann sveimaði yfir borginni um hálfrar stundar skeið, og sjónarvottar lýsa flugi hans á þá leið, að það hafi verið mesta þrekvirki og bæri vott um leikni og dirfsku. Hann flaug mjög lágt yfir götunum og dreifði miðunum svo þykkt, að því var líkast sem snjór hefði fallið. Hann lét þá fajla í skaut áhorfendum, er sátu og horfðu á kvikmynd undir beru lofti, og hann lét þá falla meðal borðanna, þar sem menn sátu yfir veitingum á torgum úti. Einn áhorfandinn skýrði frá því, að flugvélin hefði virzt vera að fara upp spönsku þrepin. Margar hviksögur hafa verið sagðar um örlög Lauros, en enginn örmull hefur nokkurn tíma fundizt af flugvél hans. Og LAURO DE BOSIS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.