Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 87
SAGAN UM HELFÖR MÍNA
73
sennilega verður aldrei úr skorið, hvort flugvélar eltu hann og skutu niður, eða hann hrapaði
í sjó niður af benzínskorti.
,,Sagan um helför mína birtist 1931, bæði í Lundúnablaðinu Times, Netú Yor\ Times og
mörgum öðrum blöðum á meginlandi Evrópu, en nokkuð stytt. Nú er hún hér prentuð aftur
og ekkert fellt úr, og er það gert fyrir bænarstað margra manna, svo að hún fái á sig varan-
legt snið, og til þess að þeir, sem hafa lesið leikinn Icario (sem háskólaprencsmiðjan í Oxford
gaf út með þýðingu á ensku), fái kynnzt athöfnum skáldsins og samræminu milli hugsjóna oc
örlaga hans og aðalpersónunnar í Icario(Ur inngangi ensku útgáfunnar).
Klukkan þrjú ætla ég að söðla Pegasus, þar sem hann bíður mín á Bláu
slröndinni niður við Miðjarðarhafið.
Flugvélin mín heitir Pegasus. Hún er rauðbrún á skrokkinn, en hvít á
vængi. Og þótt hún hafi átta hesta afl, er hún rennileg eins og svala. Full
af ben7ini geysist hún um háloftin eins og nafni hennar forðum daga, en á
nóttunni getur hún að geðþótta sínum svifið um geiminn, eins og loftandi.
Ég rakst á hana í Herkynaskógi, og hinn aldraði eigandi hennar ætlar að
færa mér hana fram á strönd Tyrrenahafs, því að hann hyggur í mestu
einlægni, að hún eigi að vera til skemmtunar ungum, iðjulausum Englend-
ingi. Framburður minn, þótt slæmur sé, vekur honum engan grun. Ég vona,
að hann taki ekki hart á bragðvísi minni.
Við erum samt ekki í neinum hégómaerindum — við ætlum að bera
frelsisboðskap yfir hafið til þjóðar, sem situr í viðjum. En svo að sleppt sé
öllu þessu líkingamáli, sem ég hef orðið að nota til þess að leyna upp-
runa flugvélarinnar, þá ætlum við til Rómaborgar og dreifa úr lofti frelsis-
orðum, sem þar hafa verið bönnuð í sjö ár, rétt eins og þau væru glæpur.
Og það er engin furða, því að ef þau hefðu mátt um munn fara, hefðu þau
innan fárra stunda komið svo óþyrmilega við fasistaharðstjórnina, að hún
hefði rambað á grafarbarminum.
Allir stjórnhættir í heimi, jafnvel stjórnhættir Afghana og Tyrkja, leyfa
þegnunam nokkurt frelsi. En fasistastefnan á þann einn kostinn að ger-
eyða allri hugsun — sjálfri sér til varnar. Hún verður ekki átalin, þótt hún
leggi þyngri refsingu við trúnni á frelsið og tryggðinni við stjórnarskrá ítala
heldur en við föðurmorðum; því með þeim einum hætti getur hún lifað.
Ekki má hallmæla henni, þótt hún geri þúsundir manna útlaga án dóms og
laga, eða kveði upp dóma, sem nema mörg þúsund ára fangelsi, á fjórum
árum. Hvernig ætti hún að fá ráðið við frjálshuga þjóð, ef hún hræddi hana
ekki með þrjú hundruð þúsundum málaliðsmanna ? Fasistar eiga þann einn
kostinn. Þeir menn, sem eru á þeirra skoðun, hljóta að taka undir með
postula stefnunnar, Mussolíni, og segja: „Frelsið er úldnað hræ“. Þótt menn
geri ekkert annað en að óska stefnunni lífs, hljóta þeir að láta sér vel líka
morð Matteottis, og launin, sem morðingjum hans voru greidd, Þeir hljóta
aÖ láta sér vel líka, að öll blöð á Ítalíu séu múlbundin, og hús Croce heim-
spekings jafnað við jörðu. Þeir verða að láta sér það vel lynda, að milljón-