Helgafell - 01.01.1943, Side 89

Helgafell - 01.01.1943, Side 89
SAGAN UM HELFÖR MÍNA 75 stefnan dytti úr sögunni. Með því að fasistar virðast hafa gert að orðtaki sínu: ,,Eftir okkur kemur hrunið“, þá var hér hafizt handa á mjög hentugri stundu; og eins og snjóhnoða stækkar æ meira sem það veltur lengra, eins breiddust og bréfin út því víðar, sem tíminn leið lengra fram, svo að eintaka- fjöldinn skipti þúsundum. í fjóra mánuði vann ég þetta verk einn, sendi jafnan frá mér sex hundruð bréf á hálfsmánaðarfresti, með undirskrift- inni: ,,Þjóðernisfélagið“. Hver maður, sem bréf fékk, var beðinn að senda frá sér sex eintök. En því miður varð ég að bregða mér utan í des- ember, og tók þá lögreglan höndum tvo vini mína, sem höfðu fallizt á að koma bréfunum í póstinn í fjarveru minni. Þeir voru píndir og síðan dæmdir í fimmtán ára fangelsisvist. Annar þeirra, Mario Vinciguerra, einn af kunnustu rithöfundum Ítalíu, bókmennta og lista gagnrýnir, var lasinn um þessar mund- ir, en samt var hann skilinn eftir heila nótt (desembernótt) alls nakinn uppi á þaki höfuðstöðva lögreglunnar í Rómaborg. Hann var barinn svo mikið í höfuðið, að hann varð upp frá því heyrnarlaus á öðru eyranu. Síðan var honum varpað í klefa, sem var sex fet að gólfflatarmáli. En ekki var þar svo mikið sem stóll til þess að sitja á, og rúmið var tekið á burtu á hverjum morgni. í erlendum blöðum var þessari meðferð mótmælt, og slíkt hið sama gerðu mikils háttar stjórnmálamenn, bæði enskir og ameríkskir. Skánaði þá aðbúðin við hann að nokkru. Mussolini fór jafnvel svo langt, að hann bauðst til þess að sleppa þeim báðum, ef þeir vildu rita honum bréf og játa hon- um hlýðni, en því neituðu báðir. Þegar ég las fregnina um, að vinir mínir hefðu verið teknir höndum, var ég rétt kominn að landamærunum og ætlaði til Ítalíu. Eins og eðlilegt var, datt mér fyrst í hug að halda til Rómaborgar, og láta eitt ganga yfir mig og vini mína. En ég gerði mér það ljóst, að skylda hermanna er sú, að gefast ekki upp, en berjast heldur til þrautar. Ég afréð að halda þegar í stað til Róma- borgar, ekki til þess að gefast upp, heldur til hins, að halda áfram störfum Þjóðernisfélagsins, með því að dreifa úr lofti fjögur hundruð þúsund bréfum, og annaðhvort falla í þeirri baráttu eða snúa aftur til aðalstöðva minna og hefja þar aðrar ráðagerðir. Óvinaflugvélar höfðu aldrei flogið um loftið yfir Rómaborg. ,,Ég verð fyrstur“, sagði ég við sjálfan mig og tók þegar til starfa að búa mig undir förina. En þetta var ekkert áhlaupaverk, því að skáldum verður jafnan erfitt að hafa ofan af fyrir sér, og séu þau útlagar að auki og illæri í tilbót, þá er ekki að undra, þótt þeir leiti undan brekkunni og lendi brátt á lægsta þrepi lausingjalifnaðar. Og um þessar mundir kunni ég ekki einu sinni að stjórna mótorhjóli, svo að ég nefni nú ekki flugvél. Ég byrjaði með því, að ég fékk mér dyravarðarstarf í hóteli, sem heitir Victor Emmanuel III og stendur við Ponthiengötu. Vinir mínir, lýðveldis- menn, sögðu, að mér væri réttilega refsað, þar sem ég hefði syndgað! Satt að segja, var ég ekki aðeins dyravörður, heldur bókhaldari líka og síma-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.