Helgafell - 01.01.1943, Side 89
SAGAN UM HELFÖR MÍNA
75
stefnan dytti úr sögunni. Með því að fasistar virðast hafa gert að orðtaki
sínu: ,,Eftir okkur kemur hrunið“, þá var hér hafizt handa á mjög hentugri
stundu; og eins og snjóhnoða stækkar æ meira sem það veltur lengra, eins
breiddust og bréfin út því víðar, sem tíminn leið lengra fram, svo að eintaka-
fjöldinn skipti þúsundum. í fjóra mánuði vann ég þetta verk einn, sendi
jafnan frá mér sex hundruð bréf á hálfsmánaðarfresti, með undirskrift-
inni: ,,Þjóðernisfélagið“. Hver maður, sem bréf fékk, var beðinn að
senda frá sér sex eintök. En því miður varð ég að bregða mér utan í des-
ember, og tók þá lögreglan höndum tvo vini mína, sem höfðu fallizt á að
koma bréfunum í póstinn í fjarveru minni. Þeir voru píndir og síðan dæmdir í
fimmtán ára fangelsisvist. Annar þeirra, Mario Vinciguerra, einn af kunnustu
rithöfundum Ítalíu, bókmennta og lista gagnrýnir, var lasinn um þessar mund-
ir, en samt var hann skilinn eftir heila nótt (desembernótt) alls nakinn
uppi á þaki höfuðstöðva lögreglunnar í Rómaborg. Hann var barinn svo
mikið í höfuðið, að hann varð upp frá því heyrnarlaus á öðru eyranu. Síðan
var honum varpað í klefa, sem var sex fet að gólfflatarmáli. En ekki var þar
svo mikið sem stóll til þess að sitja á, og rúmið var tekið á burtu á hverjum
morgni. í erlendum blöðum var þessari meðferð mótmælt, og slíkt hið sama
gerðu mikils háttar stjórnmálamenn, bæði enskir og ameríkskir. Skánaði þá
aðbúðin við hann að nokkru. Mussolini fór jafnvel svo langt, að hann bauðst
til þess að sleppa þeim báðum, ef þeir vildu rita honum bréf og játa hon-
um hlýðni, en því neituðu báðir.
Þegar ég las fregnina um, að vinir mínir hefðu verið teknir höndum, var ég
rétt kominn að landamærunum og ætlaði til Ítalíu. Eins og eðlilegt var,
datt mér fyrst í hug að halda til Rómaborgar, og láta eitt ganga yfir mig og
vini mína. En ég gerði mér það ljóst, að skylda hermanna er sú, að gefast ekki
upp, en berjast heldur til þrautar. Ég afréð að halda þegar í stað til Róma-
borgar, ekki til þess að gefast upp, heldur til hins, að halda áfram störfum
Þjóðernisfélagsins, með því að dreifa úr lofti fjögur hundruð þúsund bréfum,
og annaðhvort falla í þeirri baráttu eða snúa aftur til aðalstöðva minna og
hefja þar aðrar ráðagerðir. Óvinaflugvélar höfðu aldrei flogið um loftið yfir
Rómaborg. ,,Ég verð fyrstur“, sagði ég við sjálfan mig og tók þegar til
starfa að búa mig undir förina. En þetta var ekkert áhlaupaverk, því að
skáldum verður jafnan erfitt að hafa ofan af fyrir sér, og séu þau útlagar að
auki og illæri í tilbót, þá er ekki að undra, þótt þeir leiti undan brekkunni
og lendi brátt á lægsta þrepi lausingjalifnaðar. Og um þessar mundir kunni
ég ekki einu sinni að stjórna mótorhjóli, svo að ég nefni nú ekki flugvél.
Ég byrjaði með því, að ég fékk mér dyravarðarstarf í hóteli, sem heitir
Victor Emmanuel III og stendur við Ponthiengötu. Vinir mínir, lýðveldis-
menn, sögðu, að mér væri réttilega refsað, þar sem ég hefði syndgað! Satt
að segja, var ég ekki aðeins dyravörður, heldur bókhaldari líka og síma-