Helgafell - 01.01.1943, Page 95
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON:
Sigurður Breiðfjörð
og tvíkvæni hans
Lát ei kúgast þanka þinn,
þá er efnin vandast.
Þú skalt fljúga á forlögin,
fella þau og standast.
Það gegnir furðu, hversu brenglaðar staðreyndir og jafnvel hreinustu
staðleysur geta verið geysilega lífseigar. Tekur hver athugunarlaust upp
eftir öðrum, og síðan gengur sagan, eins og heilagur sannleikur út genginn
af öðlings munni, jafnvel hversu ótrúleg sem hún er í eðli sínu og heimildar-
maðurinn tortryggilegur.
Sagan verður síðan varla kveðin niður. Hún gengur að minnsta kosti
aftur, meira að segja hvað eftir annað.
Átakanlegt dæmi um þetta er einn þáttur í frásögn fræðimanna um ævi
Sigurðar Breiðfjörð, hins vinsæla alþýðuskálds. Á ég þar við frásögnina um
fyrra hjónaband Sigurðar og endalok þess.
Hefur fyrri konu hans og raunar þeim Sigurði báðum verið borin svo
herfilega sagan, að undrum sætir, að hún hefur verið tekin trúanleg rann-
sóknarlaust.
Nóg gögn eru nærtæk um þennan kafla úr ævi Sigurðar, en þau virðast
ekki hafa verið notuð af þeim, sem rækilegast hafa skrifað um æviferil hans.
II.
Áður en vikið verður að aðalviðfangsefni þessarar ritgerðar, skulu ævi-
atriði Sigurðar Breiðfjörð rakin í fáum dráttum.
Hann var fæddur 4. marz 1798 í Rifgirðingum, eyju í mynni Hvamms-
fjarðar. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson, síðar bóndi í Bíldsey, og
Ingibjörg Bjarnadóttir. Var hún af hinni alkunnu Hrappseyjarætt. Ungur byrj-
aði Sigurður að yrkja. Þótti hann ekki vel fallinn til vinnu, en ekki voru
efni til að kosta hann til náms. Þegar hann var 16 ára gamall, var hann
fyrir tilstilli frænda síns, Boga Benediktssonar, verzlunarstjóra í Stykkis-
hólmi, sendur til Kaupmannahafnar til þess að læra beykisiðn. Þrjú ár var
hann við það nám. Síðan varð hann beykir á ísafirði og var þar og í Stykkis-