Helgafell - 01.01.1943, Page 100
86
HELGAFELL
Skömmu eftir að þau SigurSur og SigríSur giftust. festu þau kaup á húsi.
Var þaS ýmist kallaS BreiSfjarSarhús eSa Beykishús. ÁriS 1827 búa þau
þar og hafa þá bæSi vinnukonu og vinnumann, enda var SigurSur þá einnig
orSinn eigandi aS fimmta hluta í tíæring. SigurSur stundaSi beykisiSnina
þessi árin, en einnig lagSi hann stund á sjóróSra í Vestmannaeyjum. For-
mannavísur orti hann vertíSina 1827. Ein vísan er svona:
Einn Guðmundur út á sund
Eyjólfs kundur dregur.
SigurSur undi ekki í Vestmannaeyji
sonar á BreiSabólsstaS kemst hann s
Mitt er lyndi leiðindum
og ljótum myndum hlaðið
hér að synda innan um
ólánskinda vaðið.
Mér hann blundinn morgunstund
meinar undarlegur.
í ljóSabréfi til séra Jóns Halldórs-
að orði:
Geðs í brautum gróa mein,
get ég tautað betur.
Hér er nautaafrétt ein
og allra fauta setur.
Hefur honum hvorki fallið héraðið né mannfólkið. Til hins sama bendir
þessi vísa:
Þegar ég fœ sól að sjá, hún skín þennan hólma á
svo ég þykist skilja: af hlýðni en ekki vijja.
Þegar kom fram á sumarið árið 1828, var Sigurður orðinn ákveðinn í því að
flytja burt úr Vestmannaeyjum, enda hafði honum þá verið sagt upp beykis-
embættinu við Garðsverzlun. Seldi hann þá íbúðarhús sitt, og fór sá gern-
ingur fram 1. ágúst 1828. Kaupandi að húsinu var Otti Jónsson, verzlunar-
maður í Garðinum. í afsalinu kemst Sigurður svo að orði, að hann selur:
,,Það mér tilheyrandi tómthús, Beykishús, með úti-eldhúsi og kálgarði“ frá
þeim tíma, sem Sigurður flytur úr því. Það er eins og Sigurður hafi haft ein-
hvern eftirþanka um brottflutninginn úr Vestmannaeyjum, því að bætt er
inn í meginmál skjalsins með öðru bleki, þar sem orðað er, að afhending á
húsinu fari ekki fram, meðan Sigurður dvelur í Eyjum, þessum orðum: ,,sem
kann að vara til þessa árs enda“. Söluverð hússins var 150 ríkisdalir, og
var upphæðin greidd strax. Lausafé sitt ýmislegt seldi Sigurður síðan seinna
í ágústmánuði á opinberu uppboði. Gjaldfrestur var veittur, og fékk Sigurður
Otta Jónssyni umboð til þess að innheimta uppboðsskuldirnar. Það er auð-
sætt, að allar þessar ráðstafanir hljóta að hafa verið á allra vitorði og þá
ekki sízt konu hans. Enda sagði hún síðar, að hann hefði látið selja rúm
þeirra og kistu hennar með því, sem í var, að undanskildum einum
frakka og traföskjum. Fráleitt er því, eins og Jón Borgfirðingur lætur í veðri
vaka, að Sigurður hafi laumazt burtu úr Vestmannaeyjum.
Þórður Guðmundsson sýslumaður var skipaður verjandi Sigurðar í tví-
kvænismáli hans, er það var flutt fyrir landsyfirrétti. í varnarskjali, sem
hann hefur vafalaust samið í samráði við Sigurð og í samræmi við þau