Helgafell - 01.01.1943, Page 104
90
HELGAFELL
nokkra hríð. Áður var hann nokkur ár í Grænlandi og fyrr í Vestmannaeyjum,
þar sem hann var kvæntur, og síðan í Reykjavík. — Hér í Snæfellsnessýslu
hafa honum nokkrum sinnum verið kennd börn, en sökum þess að Breiðfjörð
hefur talið sig skilinn við konu sína með dómi, vegna hórdómsbrots hennar,
þá hafa þessi afbrot verið talin til legorðssaka og ekki frekar um þau fengizt“.
Síðan bætir amtmaður við, að Sigurður hafi trúlofazt stúlku ,,saa omtrent som
han selv af en noget tvetydig Karakter'*.
í öðru bréfi til Bardenfleth stiftamtmanns árið 1837 segir amtmaður enn-
fremur: ,.Breiðfjörð derhos er temmelig bekjent for at være en snedig Person,
der ved flere Slags Midler har udviklet sig af en Deel Misligheder hidindtil".
En einmitt af þessum ástæðum var hann líka dýrlingur alþýðunnar. í
hennar augum var hann kraftaskáldið, málafylgjumaðurinn og einnig bragða-
refurinn, sem við öllum sá. Eigi að síður var hann líka „merkisskáldið og
gáfumaðurinn ‘ *, eins og séra Páll Jónsson (skáldi) einkennir hann í ein-
hverju vottorði.
Hann orti geysilega mikið að vöxtum. Margt af því var lélegur skáld-
skapur, en sumt er með því snilldarbragði, að það mun aldrei fyrnast, meðan
íslenzk tunga verður töluð.
Jóhann Gunnar Ólafsson.