Helgafell - 01.01.1943, Page 108
94
HELGAFELL
Rússneska stjórnin er verri en sú þýzka ............... 4,6%
Rússneska og þýzka stjórnin eru báðar jafn slæmar .....35,1%
Þótt munurinn sé ekki mikill, er rússneska stjórnin
skárri en sú þýzka .................................. 32,0%
Rússneska stjórnin er miklu betri en sú þýzka ......... 8,5%
Veit það ekki.......................................... 19,8%
Cantril hefur ekki aðeins látið sér
nægja að gera slíka þverskurðarrann-
sókn, heldur hefur hann einnig dregið
upp tilkomumikið línurit, er sýnir um-
skiptin í tilfinningum fólksins, eftir að
straumhvörf höfðu orðið í heimi
stjórnmálanna. Það grundvallast á enn
einfaldari spurningu: ,,Ef þér ættuð
um tvennt að velja, hvort stjórnarfar-
ið kysuð þér heldur: hið þýzka eða
hið rússneska?“ í maí 1937 (en þá
hafði Gallup borið upp þessa spurn-
ingu) gat aðeins helmingur þjóðarinn-
ar fengið af sér að velja annan hvorn
kostinn, en frá þeim, sem svöruðu,
hlaut Þýzkaland þrjú atkvæði gegn
hverjum tveimur. í september 1941
hafði þetta snúizt við. Enn sem fyrr
neitaði helmingurinn að velja, en nú
kusu 3 á móti hverjum einum Rúss-
land. í janúar 1942 var hlutfallið 5 á
móti 1, og þá voru tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar fúsir að láta í ljós álit sitt.
Skipting atkvæðanna eftir stéttum
gefur mjög athyglisverðar bendingar.
í fyrri atkvæðagreiðslunni voru hinir
þýzklunduðu flestir í hærri tekjuflokk-
unum, en þeir, sem ,,kusu ekki , voru
sérstaklega fjölmennir meðal hinna
fátækari. Það er tilgáta mín, að þeir
hafi á dögum Rússlandsfjandskaparins
haft meiri samúð með Rússlandi en
þeir þorðu að láta uppi. í annarri at-
kvæðagreiðslunni voru það hinsvegar
efnamenn, sem ekki greiddu atkvæði
og má vera, að þar hafi aftur verið lát-
ið undan áliti meiri hlutans, EnísíðuStu
atkvæðagreiðslunni var þeim líka farið
að hitna í hamsi. Allar stéttir voru nú
jafnfúsar að játa hina ríku samúð sína
með Rússlandi. Allan tímann hafði
mjög mikill meiri hluti óskað þess, að
Rússland bæri sigur úr býtum í hólm-
göngunni við Þýzkaland.
Alls staðar og ávallt gætir vaxandi
skilnings á Rússlandi. Þessi skilningur
kemur ekki aðeins fram í meiri samúð
með þjóðinni, heldur einnig að nokkru
leyti með stjórnarfari hennar. Kald-
rifjaðir stjórnmálaskúmar mundu óð-
ar túlka þetta sem fyrirlitlegt dæmi
um hringlandahátt múgsins. En at-
kvæðagreiðslurnar benda til annars.
Það er þá fyrst, eins og Fortune og
Cantril hafa vakið athygli á, að viljinn
til að hjálpa Rússlandi hefur þó ávallt
verið meiri en samúðin. En ástæðan
hlýtur að vera sú, að hugsanaþráður
þjóðarinnar sé tvíþættur. Annars vegar
birtist athafnavilji hennar í utanríkis-
málum, hins vegar kemur fram stefna
hennar í innanríkismálum. Þótt sam-
úðarkenndin með Rússlandi sé nú mjög
sterk í heimsvaldabaráttunni, hefur
þjóðin ekki leiðzt til þess að breyta að
fullu því áliti, sem hún hafði gert sér
um kommúnismann samkv. skynsemi
sinni. Sennilega má bezt kanna hæfi-
leika fólksins til að greina sundur við-
fangsefnin með því að athuga úrslit at-
kv.greiðslu, er sýna, að þótt 73% væru
fylgjandi meiri hjálp til handa Rúss-
landi, voru í sama mund 67% hvetj-
andi þess að beitt yrði miklum þving-