Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 113
SKOÐANAKÖNNUN
99
ferði. Cantril segist að vísu líta svo á,
að konur séu umburðarlyndari en
karlar í kynþáttamálum. En á að skilja
það svo, að konur séu yfirleitt frjáls-
lyndari ? Stundum hefur virzt sem svo
vaeri ekki. En ég hef sérstaka tilgátu,
sem sennilega verður prófuð í væntan-
legu samstarfi. Konur í lægri tekju-
flokkunum eru sennilega haldnar fleiri
hleypidómum en karlar í sömu tekju-
flokkum, af því að þær eru einangraðri,
en konur í hærri tekjuflokkunum eru
að líkindum frjálslyndari en bændur
þeirra, vegna þess að þeir eru oft
bundnir íhaldssemi af atvinnuástæð-
um.
í skýrslu um afstöðu almennings til
utanríkismála hefur Cantril ekki að-
eins sýnt fram á, að almenningur er
yfirleitt reiðubúinn að stíga nýtt spor
töluvert löngu áður en þingið gerir það,
heldur einnig, hve langt bilið er milli
almenningsálits og þings, mælt í mán-
uðum og dögum. Matið verður skiljan-
lega ekki öruggt að því leyti, að skoð-
un manna getur hafa verið fullmótuð
nokkru fyrr en atkvæðagreiðslan fór
fram. ,,Hver sá, sem hefur fylgzt með
almenningsálitinu í þessu landi, veit,
að eftir að síðari heimsstyrjöldin skall
á, hefur hinn óbreytti borgari landsins
verið á undan þingi sínu, að því er
varðar meiri hjálp handa Englandi og
bandamönnum þess“. Menn geta að
vísu spurt sjálfan sig, hvort það sé
nægileg trygging til fíamkvæmda á
ráðstöfun, að einfaldur meirihluti að-
hyllist hana (yfir 50%). En tafla Can-
trils er eigi að síður mjög athyglisverð.
A Imenningsálitið
Hundraðstölur jáatkvœða þeirra, Dagsetning Samþykkt þingsins
sem létu í ljós skoðun sína dagsett
Afnám á útflutningsbanni
á vopnum 50 17. júlí 1939 3. nóv. 1939
Hergagnasendingar til lýðræðis- ríkja án staðgreiðslu 52 14. maí 1940 11. marz 1941
Vinnu- og herskylda Amerísk herskipavernd með 50 14. maí 1940 28. júlí 1940
skipum, sem flytja hergögn .. 53 25. apríl 1941 13. nóv. 1941
Hergagnaflutningur með amer- ískum skipum 55 1. okt. 1941 13. nóv. 1941
Menn geta auðvitað einnig sagt, að
þessar tölur séu góður mælikvarði
a það, hversu vel ráðstafanir þessar
hafa verið undirbúnar með áróðri. En
það ætti að vera þeim, er fullyrða, að
örfáir menn í Ameríku æsi til styrjalda,
nokkurt umhugsunarefni, er þeir fá að
Vlta, að þegar í marzmánuði 1941 ósk-
aði 60% þjóðarinnar að stöðva ágengni
Japana, jafnvel þótt áf þVí hlyti'st
styrjöld,
Það á ekki við, að ég birti ljósustu
dæmin um það, að meirihluti þjóðar-
innar er róttækari en hin opinbera
stjórnmálastefna ríkisins, vegna þess
að blöðin hafa ekki enn gert þau kunn
í Ameríku. En þau ganga öll í þá átt,
að róttæk breyting verði á stefnu í at-
vinnumálum. Nokkra bendingu um
þetta er að finna í atkvæðagreiðslu
þeirri, sem Fortune lét fara fram í
des'emb'ermánuði 1^41, úm þjóðhágs-