Helgafell - 01.01.1943, Síða 114
100
HELGAFELL
kerfið eftir styrjöldina. Fyrst voru talin
fyrirtæki til almenningsþarfa, sem
skyldi þjóðnýta að stríðinu loknu, en
á öllum sviðum væntu menn þess, að
eftirlit ríkisins mundi aukast að mikl-
um mun : Nálega 40% kjósenda bjugg-
ust við ríkiseftirliti járnbrautanna, 36%
við ríkiseftirliti með bönkum og 33%
við ríkiseftirliti með mjólkursölu. Og
atkvæðagreiðslan leiddi fleira í ljós en
þessa einkaspásagnir. Milli 61 % og
71 % kjósenda áleit æskilegt, að ,,fyrir-
tæki til almenningsþarfa“ yrðu þjóð-
nýtt, milli 56% og 71% töldu það gott
og blessað, að því er varðaði járnbraut-
irnar, milli 52% og 84% sögðu slíkt
hið sama um bankana og milli 68%
og 78% höfðu sama álit um mjólkur-
söluna, og meira að segja greiddu
milli 59% og 79% atkvæði með
ríkiseftirliti bifreiðaframleiðslunnar.
(Hundraðstölurnar eru reiknaðar út
eftir atkvæðum allra þeirra mismun-
andi flokka, sem álitu, að ríkiseftirlitið
skyldi vera áfram á sömu lund og nú
er, eða aukast). Amertska þjóSin er,
að því er skoðanir hennar varðar, al-
búin til róttœkra breytinga á hinu arj-
helga hagkerji.
Hvers vegna láta nú þjóðfulltrúarnir
ekki að vilja og skoðunum þjóðarinn-
ar ? Það er þó kunnugt, að amerískir
þjóðþingsmenn eru öllum öðrum lög-
gjöfum næmari á aðhald kjördæm-
anna.
Hér komum við að máli, sem er mjög
athyglisvert, bæði' að því er varðar
fræðileg stjórnmál og sálfræði almenn-
ings. Skipulag einmenningskjördæma
hefur sér það til málsbóta gagnvart
hlutfallskosningaskipulaginu, að því
er talið er, að þjóðfulltrúarnir eigi ekki
beint að endurspegla skoðanir fólksins.
Þjóðfulltrúarnir eigi öllu heldur að
gerast stjórnhæfir með því að vera ein-
göngu oddvitar meirihlutans (enda
þótt meirihlutinn sé mismunandi í
hverju kjördæmi), en meirihluti þessi
er hins vegar talinn hófsamari í stefnu
sinni vegna tveggjaflokkafyrirkomu-
lagsins en hinir flokksbundnu kjós-
endahópar, sem fram koma, þegar kos-
ið er hlutfallskosningum. Menn neita
því opinberlega, að skylt sé, að taka
tillit til þjóðarviljans í öllum blæbrigð-
um hans. En árangurinn er samt allur
annar en búizt var við, því að í reynd-
inni eru amerísk stjórnmál háðari öfga-
flokkunum en hinum rólynda meiri-
hluta. Það stafar af því, að þingmenn-
irnir eru vanir að hafa gætur á ,,póst-
pokanum“, þar sem bréfaflóðið 'frá
reiðum eða hrifnum kjósendum segir
þeim, hvað til þeirra friðar heyri. Þing-
maðurinn er einnig mjög næmur fyrir
hinum skipulögðu áróðurshópum, sem
reka grenjaskyttupólitík innan löggjaf-
arsamkundanna.
En af þessu leiðir, að þingmaðurinn
lætur að vilja þeirra manna, sem ákaf-
astir eru, hann lætur að vilja öfga-
mannanna. Það, sem skoðanakönnun-
in hefur hins vegar leitt í ljós, er út-
breiðsla sundurleitra skoðana og þó
sérstaklega ákveðnar meirihlutaniður-
stöður. Ofgakenndar skoðanir skipa ó-
æðri sess í hagfræðiskýrslum, en í
sjálfu stjórnmálaþjarkinu láta þær
meira til sín taka en almennt er við-
urkennt. Þetta er sem sagt áþreifanleg
mótsögn. í hverju máli láta stjórnmála-
mennirnir einmitt undan þeim öfgum,
sem þeir hafa þótzt ætla að losna við
með kjördæmaskipulaginu og verða
þannig alls ekki fulltrúar þeirrar ó-
sviknu heilbrigði og orkumikla athafna-
vilja, sem þjóðarmeirihlutinn er búinn.
í þessu efni er skoðanakönnunin í
beinni andstöðu við þá aðferð, sem á-
hrifamest hefur verið til þessa: hún