Helgafell - 01.01.1943, Side 125
MERGURINN MÁLSINS
Hitler 1941: ,,Ég mun aldrei stíga fæti á þýzka Mussolini 1942: „Ég mun aldrei yfirgefa Ítalíu
grund, fyrr en Rússar eru sigraðir“. nema til innrásar komi“.
þyrptotst að dr. Dietrich og óskuðu honum
og sjálfum sér til hamingju, en dr. Dietrich
rauk eins og eldibrandur út úr herbcrginu
áleiðis til foringjans til þess að verða sjónar-
vottur að lokaátökunum miklu.
Straumur hrifningar og gleði fór um alla
þjóðina. Alls kyns hviksögur bárust eins og
eldur í sinu um alla Berlín. Á Baarz bjórstof-
unni sagði þjónn mér, að Stalin hefði beðið
um vopnahlé, og dyravörðurinn heima hjá mér
hafði það eftir áreiðanlegum heimildum, að
Moskva væri tekin. Bókabúðirnar fylltust af
kennslubókum í rússnesku, og allir höfðu hug
á því að fá starf í þessari nýju og auðugu
nýlendu.
Hálfum mánuði áður hafði þýzka þjóðin
venð hnipin og daprari en nokkru sinni áður
á g ára valdaskeiði nazista. Að vísu héldu
berir Hitlers áfram sókninni, en fregnir um
töku borga, umkringda heri og ioo km. sókn
a fáum dögum voru orðnar hversdagslegar, og
það var aðeins eitt, sem Þjóðverjar höfðu
áhuga á: úrslitasigur, sigur, sem gæfi þeim
von um, að styrjöldin væri senn á enda. Þýzka
útbreiðslumálaráðuneytið hafði beitt öllum
brellum og leikið allar listir sínar, en nú var
sýnt, að enginn gervisigur áróðursfregna dugði,
úrslitasigur var eina lyfið. Ástandið heima fyr-
ir var næsta ískyggilegt. Styrjöldin eystra hafði
staðið tveimur mánuðum lengur en áætlað var.
Kjörorð and-nazista sáust á veggjum húsa
og görðum. Menn kvörtuðu um, að allt of
margar stríðsmyndir væru í fréttakvikmynd-
unum. Fólkið var sem sagt orðið sárþreytt á
stríðinu og öllu, sem á það minnti. Þannig
var málum komið, þegar Hitler neytti allrar
orku hers síns til þess að knýja fram úrslit.
Þannig var aldarandinn, þegar Hitler sagði
dr. Dietrich að skreppa til Berlínar þennan
minnisstæða 9. október, — daginn, sem dvra-
vörðurinn minn tók Moskvu einn síns liðs,
og Þjóðverja tók að dreyma um bjórdrykkju
á svölum kvöldum suður á Svartahafsströnd,
— daginn, sem drottinn vakti yfir þjóðinni
á himnum, Hitler í bækistöðvum sínum og
hrein unun var að lifa.
Hitler var farinn að úthluta rússneskum
verksmiðjum ti! þýzkra iðjuhölda. Vinur minn
í Hitlersæskunni trúði mér fyrir því, að hon-
um mundi fengið starf þar eystra. Þýzku blöS-