Helgafell - 01.01.1943, Síða 128

Helgafell - 01.01.1943, Síða 128
114 HELGAFELL Þessi líkamslausa skreyting geturáeng- an hátt samrýmzt hinu sterka og reisu- lega formi, er slíkur risaturn heimtar. Aðalformið er tilkomulítið og línurn- ar slappar, ekki sízt neðan til, þar sem þær teygja sig út yfir hinar löngu álm- ur, er líta út eins og skíðabrekkur. Turninn sýnist hallast. Þetta stafar af því, að út frá öllum hornum turns- ins eru bríkur eða börð, sem ganga alla leið upp að toppi turnsins og smá- mjókka eftir því, sem ofar dregur, en fletir þeirra, tveggja og tveggja, sjást ekki í sömu breidd frá öllum sjónar- hornum. Skýringin er sú, að bríkurn- ar á framhornunum ganga skáhallt (eftir hornlínunni) út frá turninum, en hinar hornrétt. Þennan hallamismun mætti réttlæta, ef hans gætti aðeins neðan til sem eins konar viðspyrnu á móti aðalhúsinu. En hallinn á bríkun- um heldur áfram alla leið upp að toppi turnsins, svo að turninn sýnist allur hallast nokkuð aftur á bak, séður á horn eða aðra hvora þá hliðina, sem stefnir eins og kirkjuhúsið. Hin breiðu útskot til beggja handa út frá turninum — nokkurs konar fótur undir honum — eru allstór hús, hvort um sig nál 13x15 metrar. Eftir líkaninu að dæma eiga báðar þessar álmur að vera gluggalausar með öllu. (Sam- kvæmt uppdráttunum mun þó vera gert ráð fyrir ca. 10 sentimetra breiðum rifum milli stuðlanna á nokkrum stöð- um). í þessum álmum kváðu þó eiga að vera safnaðarsalur, spurningastofa, biskupsstofa o. fl. auk þess stigagöng að söngpalli milli álmana. Gluggaleysið á öllum þessum húsa- kynnum stafar sýnilega af því, að gluggarnir hafa ekki þótt eiga vel við ,,stuðlabergið“ utan á forkirkjunni, en þar eru allir veggir með lóðréttum rák- um er eiga að tákna stuðlaberg. Stuðla- bergið kvað nú vera þjóðlegt — eins og burstirnar forðum, jafnvel þótt það sé gert af sementssteypu. Þetta má vel vera. Samt mundi ég heldur kjósa dags- birtuna, ef ég ætti að hafna öðruhvoru, enda virðist svo auðvelt að ná til henn- ar, þar sem húsið stendur á bersvæði. Hér er eingöngu hugsað um turnfótinn að utan og stuðlabergið, en ekki afnot- in innan húss. Við fyrstu sýn kynni jafnvel einhverjum að verða það á að spyrja, hvort þessi bygging væri hol að innan. Breidd turnsins (að meðtöldum brík- unum) er geipileg, 16—17 metrar við þakbrún kirkjuhússins og enn meiri neðar. Þetta, meðal annars, dregur mjög úr skynjanlegri hæð turnsins, og auk þess veldur það því, að turninn verður að dragast miklu meira að sér en æskilegt er. Og þegar horft er upp eftir turninum, sem er 75 metrar á hæð, úr tiltölulega lítilli fjarlægð, eins og þarna er við torgið, sýnist breiddar- munurinn vitanlega enn meiri en hann er í raun og veru. Veggir og bríkur turnsins til beggja handa eru með óslitnum, lóðréttum rákum alla leið upp úr, en lárétt deiling er engin. Allt þetta uppstreymi virðist vanta einhverja stöðvun og einhvern ákveðnari mælikvarða á stærðarhlut- föll. Á allri þessari forkirkju eða neðsta hluta turnsins, sem er um 13x50 metrar að flatarmáli, er aðeins einn gluggi (líklega yfir söngpalli). Þessi gluggi er í gotneskum stíl — eini glugg- inn á húsinu í þeim stíl. Á aðalkirkjunni eru gluggarnir ein- h.ver afbrigði með óreglulegum bogum. Þar er toppurinn tekinn af þeim. Lang- hliðar kirkjunnar virðast mér annars beztar að ytra útliti. Hliðargöngin munu vera hlutfallslega mjög lág, og er hætt við, að þau njóti sín ekki vel innan húss, og súlurnar meðfram göng- unum sýnast of lágar í samanburði við hina háu veggi, er á þeim hvíla, og hina háu glugga á þeim og göng- in sýnast því liggja undir fargi. Annars hafa fáar skýringar fengizt á pví, hvernig umhorfs mundi verða inn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.