Helgafell - 01.01.1943, Síða 134

Helgafell - 01.01.1943, Síða 134
120 HELGAFELL skipta (U og Ul) og vörumagniÖ (Vm) óbreytt, hlýtur verðlag (V) að hækka. Aukist vörumagn- ið, sem er til kaups (Vm), en haldist peninga- magnið (P og Pl) og umferðahraði þess (U og Ul) óbreytt, hlýtur verðlag (V) að lækka, og eru þetta hvort tveggja staðreyndir, sem ajlir kannast við. Hver sem er getur svo athugað áhrif fleiri breytinga á hverjum einstökum þess- ara þátta. Ég orðaði lögmálið þannig, að það fjallaði ,,um það, að verðlagið ákvarðist af hlutfallinu milli vörumagnsins og peningamagnsins í um- ferð, þegar jafnframt sé tekið tillit til umferða- hraða peninganna". Síðan hélt ég áfram: ,,Sé verðmyndun ekki frjáls, en þó ekki um að ræða algera skömmtun, og ákveði hið opinbera hærra eða lægra verð á vöru en svarar til markaðsað- stæðna, svo sem framleidds magns vörunnar og eftirspurnar neytendanna, verður hún annað hvort óseljanleg eða skortur verður á henni". Björn Franzson heldur, að þessi síðari setning sé í einhverri mótsögn við umrætt Iögmál, en hér er aðeins um að ræða aðra orðun á því, lýsingu á líkingunni út frá öðrum forsendum og einmitt þeim forsendum, sem fyrir hendi eru í Ráð- stjórnarríkjunum, þ. e. a. s. sé fyrir hendi ákveð- ið vörumagn (Vm), og haldist peningamagn (P og Pl) óbreytt, en sé vöruverð (V) lækkað frá því verði, er skapa myndi jafnvægi mijli fram- boðs og eftirspurnar, þá hlýtur tala viðskipta (U eða Ul) að minnka, — það geta ekki orðið nógu mörg viðskipti til þess að fullnægja eftirspurn- inni. Það verður m. ö. o. vöruskortur, ef ekki er um að ræða algera skömmtun. En sé vöru- verð hækkað, að öðru óbreyttu, hlýtur varan (hluti af Vm) að verða óseljanleg. Hér hefur Birni Franzsyni því skjátlazt hrap- allega. Ég býst við, að hann sé svo alvanur að fást við líkingar, sem eru margfalt flóknari en sú, sem að framan getur, að hann sjái villu sína við lausjega athugun, ef ekki á augabragði. — Hjálpsemi hans við dómprófastinn hefur því ekki komið að neinu haldi. Gáfur eru ekki einhlítar til þess að geta lagt orð í belg um alla hluti. Stundum er og nokkur þekking á því, sem um er rætt, nauðsynleg. En að sjálfsögðu er það eitt engum til lasts, þótt hann kunni ekki skil á öllum hlutum. Vöruskorturinn í Rússlandi, sem Björn Franz- son ræðir um, er því engin afsönnun á kvanti- tets-lögmálinu, heldur í fullu samræmi við það og enn ein staðfesting á því. Ef afleiðing þeirr- ar stefnu stjórnarinnar þar í landi að selja ýmsar vörur lægra verði en valdið hefði jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, hefði t. d. haft í för með sér, að stjórnin hefði ekki getað selt vörurn- ar, hefði það verið sönnun þess, að kvantitets- lögmálið væri ekki í gildi í hagkerfi Rússa. Dómprófasturinn fullyrti, að vöruverðið í Rúss- landi gœti ekki breytzt, þótt peningamagnið breyttist, og verð ég enn að staðhæfa, að slík um- mæli geti ekki átt rót sfna að rekja til annars en skilningsskorts á umræddu lögmáli. Dómprófast- urinn og Björn Franzson kannast áreiðanlega báðir við það, að rússneska stjórnin hefur stund- um orðið að grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir viðskipti á „svörtum markaði", þar sem verðið var hærra en á hinum opinbera markaði. En því skyldi verðið hafa verið hærra þar, ef kvantitets-lögmálið er ekki í gildi í Ráð- stjórnarríkjunum? Þeir kannast og vafalaust við verðbólguna í Rússlandi á fyrra helmingi 3. tugs aldarinnar. Hið mikla seðlaflóð hefði ekki átt að leiða til verðbólgu, ef kvantitets-lögmálið væri þar ekki í gildi. Alvarlegast rekur Björn Franzson sig á það, hversu valt er að treysta gáfunum einum — og það þótt góðar séu — í rökræðum um sum mál, þegar hann teflir brezka hagfræðingnum Ricardo fram gegn kvantitets-Iögmálinu. Hann er nefni- lega einn aðalhöfundur þess, og má lesa um út- listun hans á því í þessum bókum hans: ,,Po)i- tical Economy and Taxation" og „The high Price of Bullion". Það er algjör misskilningur, að Adam Smith, Ricardo og Marx hafi verið sammála um að afneita kvantitets-Iögmálinu. — Þeir skýrðu á sama hátt orsakir verðmætis og ýms atriði í sambandi við verðmyndun vöruteg- unda innbyrðis, en ekki er torvelt að sjá, að breytingar geta orðið á heildarverðlagi, án þess að verðhlutfall einstakra vörutegunda innbyrðis raskist, svo að um myndun heildarverðlagsins og verðs einstakra vörutegunda gilda aðrar megin- reglur. Það, sem Marx nefnir í „Fjármagninu" til gagnryni a kvantitets-lögmálinu, er byggt á því, að um gullmynt sé að ræða, en þegar hann ræðir pappirsmynt, kemst hann að þeirri niður- stöðu, að aukning á magni hennar, ef um ó- breytt vörumagn er að ræða, hljóti að hafa í för með ser verðhækkun, en það er einmitt eitt meg- inatriði kvantitets-lögmálsins. Þegar alls þessa er gætt, verður ljóst, að ekki hefði það skaðað Björn Franzson, þótt hann hefði ritað niðurlag bréfs síns af nokkru minna yfirlæti en raun ber vitni um. Gylfi Þ. Gltlaaon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.