Helgafell - 01.01.1943, Side 135

Helgafell - 01.01.1943, Side 135
BRÉF FRÁ LESENDUM 121 Menntaskólinn senn 1 00 ára ÞaÖ þykir nú máske fullmikið sagt, með því að rúm þrjú ár eru enn til stefnu, en það er ætíð gott að hafa tímann fyrir sér, ef eitthvað myndarlegt á að undirbúa og framkvæma, og ég býst við, að margir verði mér sammála um það, að halda þurfi upp á þetta afmæli. Okk- ur fannst bjart yfir Reykjavík hinn 30. júní 1896. Við vorum 17 að tölu, sem áttum að verða stúdentar þann dag, og gengum með húfuna undir hendinni inn í hátíðasal skólans. Þar var allt fægt og fágað, og eitthvað voru veggir skreyttir. Dr. Ólsen sat í öndvegi nýrakaður og fínn, þar voru stiftsyfirvöld og allt kennaraliðið, sem nú er löngu horfið af sjónarsviðinu, skólapiltar með tölu og fjöldi gesta. Óvanalegur hátíðablær var yfir samkomunni og auðséð á öllu, að eitthvað nýtt var á seiði: Ég man ekki, hvort nokkuð var sungið, en brátt reis rektor úr sæti og hélt langa og góða ræðu, lýsti hann því yfir, að skól- inn væri nú 50 ára, fór nokkrum orðum um störf hans en sagði, að ekki hefði verið rituð saga hans — tími til þess var of naumur og fé ekki fyrir hendi. Dr. Ójsen sagði margt, sem oflangt yrði upp að telja, en þetta rifjast upp fyrir mér nú, er ég er að hugsa um, að vinir skólans megi ekki láta það henda, að þeir verði óviðbúnir þess- um heiðursdegi Latínuskólans — svo ég noti hans gamla heiti. Ég býst nú við, að kennara- lið skólans leggi ríflegan skerf til — eða sjái um minningarrit, sem að vissu leyti verður nokkurs konar áframhajd af minningarriti því, sem gefið var út, er skólinn var 50 ára, en hæpið er að ætlast til þess, að það geri allt, sem gera þarf. Hundrað ára sögu Menntaskólans í Reykjavík þarf að semja, og hvar er saga Bessastaðaskóla? Hólavallaskóli á sér líka sögu, en ekki veit ég, hvort hún er skráð. Skálholtsskóli og Hólaskóli ®ttu lfka skilið að koma fram á sjónarsviðið í snotrum útgáfum, en það er nú máske til helzt til mikils mælzt. Töluverður tími er til starfa, °g ekki trúi ég öðru en að fjárstyrkur fengist, ef Hmenningur og opinberir sjóðir legðu saman. Stækka þarf lóð skólans að miklum mun, auka húsakost, búa til leikvöll, bæta bókasafnið og sjálfsagt er það margt fleira, sem hann þyrfti að H x afmælisgjöf. Mér finnst, að það ætti að kjósa nefnd góðra manna — helzt með rektor í forsæti — til þess að athuga þessi mál, safna fé og kröftum og láta framkvæma eitthvað. Ég trúi ekki öðru, en að einhverjir af eldri og yngri stúdentum vilji leggja Þessu máli lið og koma í veg fyrir, að rektor þurfti aftur að lýsa yfir tímaleysi til undirbúnings og fjárskorti til nauðsynlegra framkvæmda. Ing. Gíslason. Alþýðuskáld — þjóðskáld Dr. Símon Jóh. Ágústsson skrifar stuttan rit- dóm um hina nýju kvæðabók Guðmundar á Sandi í síðasta hefti Helgafells. Þar kemst hann svo að orði, að Guðmundur mundi „ávallt verða talinn í röð fremstu alþýðuskálda íslendinga". Þjóðin, sjálf alþýðan, hefur um langan aldur skipað mönnum til sætis á Braga-bekk eftir eig- in mati á íþrótt þeirra og oftar en hitt án leið- sagnar „lærðra" manna. Nokkra hefur hún leitt til öndvegis og kaljað þjóSskáld. Þeir eru hinir fáu útvöldu, sem lifa með þjóð sinni, Iöngu eftir að þeir eru allir — og þó misjafnlega lengi. Oðrum er til sætis vísað á hinum óæðri bekk. Það eru alþýSuskáldin. Þau yrkja sjálfum sér til hugar- hægðar og öðrum til ánægju, — og mörg geta þau náð miklum vinsældum i sinni sveit, sýslu eða landsfjórðungi. Yzt á bekk er hagyrSingum skipað. Þeir eru dásamlega margir. í sumum héruðum eins og Skagafirði, Þingeyjarþingi og e. t. v. víðar eru ágætir hagyrðingar á annarri hverri þúfu. Hagyrðingar láta fjúka í hending- um um allt milli himins og jarðar. Sumar þeirra hendinga geta verið listaverk, sem lifa, en höf- undarnir gleymast og týnast. Dr. Símon nefnir Guðmund á Sandi „ajþýðu- skáld". Eigi hann við það, að Guðmundur sé ekki mikið skáld, þá mælir hann raunar sjálfur í móti því, þar sem hann segir: „Málkynngi hans er mikil og margar lýsingar hans svipstórar og máttugar". Og síðar, að ýmis kvæða hans „gleymist . . . varla" og beri „einkenni sannrar listar". Þetta og fleira, sem doktorinn segir í þessu sambandi, er hárrétt. Og eru þetta ekki einmitt örugg einkenni á miklu skáldi? Jú, vissulega. Enda er Guðmundur á Sandi setztur í öndvegi — í vitund þjóðarinnar. Dr. Símon segir raunar, að honum bregðist „ósjaldan smekkvísi f orðavali og líkingum". Þetta er hverju orði sannara. En svo er um fleiri, að þeim fatast stundum tökin á Iistinni og eru þó teknir í tölu dýrlinga. Ef dr. Símon hins vegar á við það, að Guð- mundur á Sandi sé réttnefnt alþýðuskáld, af því að hann er alþýðumaður og bóndi — ja, hvað eiga þá hinir að heita? GIsli Magnásson, Eyhildarholti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.