Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 139
LÉTTARA HJAL
125
gengið til þeirra manna, sem einhvern tíma æv-
innar höfðu dvalið við nám í Þýzkalandi og
brýnt fyrir þeim að láta nú nokkuð af hendi
rakna til Stúdentagarðsins og munu flestir
þeirra hafa látið til leiðast að greiða á svo
sakleysislegan hátt þakkarskuld sína við þýzk-
ar menntastofnanir. Hins var auSvitaS ekki
getiS, sem síSar kom á daginn, aS tilgangur-
urinn meS gjöfinni var t fyrsta lagi sá, aS ná
sér niSri á StúdentagarSinum fyrir aS bafa
leyft sér aS ráSstafa herbergjum til handa
menntamönnum þeirra þjóSa, sem sjálfur for-
inginn Hitler hafSi af náS sinni leitast viS aS
tortima, og t annan staS gafst þar meS þess-
um Iterisveinum meistarans kærkomiS tæki-
færi til aS sýna frændþjóSum vorum fram á,
aS enn væru til Islendingar, sem kynnu vel
aS meta blóSug hrySjuverk (hinnar þýzku
glæpamannastjórnar. Herbergi þetta átti sem
sé aS vera afmælisgjöf til Hitlers, á io ára
AFMÆLISGJÖF valdat°kudeg< hans> hinn
Til HITLERS 3°' jandar, og svo mikiS
lá viS, aS gjöfin mætti
verSa bundin viS þennan bappadag i sögu
mannkynsins, aS hún varS aS afhendast þá
þegar, enda þótt allmikiS vantaSi á, aS enn
væri fé fyrir hendi til aS greiSa herbergiS aS
fullu. En þaS mátti ekki dragast. Gjöfin varS
aS vera ótvíræS, ef hún átti aS ná tilgangi sín-
um.
Nú er svo fyrir að þakka, að sárfáir íslenzk-
ir menntamenn munu haldnir þeirri geð-
sturlun eða glæpahneigð, sem er óhjákvæmi-
legt skilyrði þess, að menn gefi sig nazisman-
um á vald af fúsum vilja, og langsamlega flest-
ir þeirra íslendinga, sem dvalið hafa í Þýzka-
landi, hafa engu síður en aðrir landar þeirra
rotgróna fyrirlitningu og viðbjóð á Hitlcr og
SHu hans athæfi, enda er mér tjáð af mönn-
um, sem létu flekast til þátttöku í þessum
ohugananlega afmælisfagnaði, að tilganginum
með gjöfinni hafi, eins og áður cr sagt, vcrið
trulega haldið leyndum af forgöngumönnun-
um, því að þeim mundi ekki hafa komið til
hugar, að styðja að henni, ef þeir hefðu haft
minnsta grun um það, sem til stóð. Hitt er
ekki nema mannlegt og engum láandi, þó
hann beri góðan hug til þeirrar þjóðar, sem
hann hefur dvalizt með á námsárum sínum og
láti ekki undir höfuð leggjast að sýna hcnni
nokkurn vinsemdarvott, þegar honum gefst
tækifæri til slíks. Og þó mönnum hafi skilizt,
að Garður væri upphaflega ætlaður íslenzkum
stúdentum öðrum fremur, er auðvitað ckki
nema ánægjulegt að geta boðið þangað til dval-
ar menntamönnum vinveittra þjóða, og þá
einnig frá þjóðum, sem heima eiga utan Norð-
urlanda. Ég býzt t. d. við, að því verði vel
tekið, ef Gyðingum verður ædað herbergi á
Garði við hliðina á nazistaherberginu, eins og
nú kvað vera í undirbúningi, og enginn mundi
heldur hafa amazt við því, þó gerðar hefðu
verið ráðstafanir til þess, að landflótta þýzk-
ur stúdcnt mætti eignast þar athvarf. En ég
fullyrði, að ef hver og einn hinna ágætu
manna, sem í grandaleysi létu hafa sig til þess
að aura saman í afmælisgjöfina hinn 30. janú-
ar, hefði hugsað sig ofurlítið um, myndu þeir
fyrirhafnarlírið hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að þá væri skörin farin að færast nokk-
uð langt upp í bekkinn ef við tækjum sér-
staklega að sækjast eftir vinfengi þeirrar þjóð-
ar, sem hafið hefur miskunnarlausasta baráttu,
sem um getur, gegn menningu og siðgæði og
hefur til skamms tíma ekki einu sinni ráðið
sér fyrir fögnuði yfir því að mega hlíta stjórn
þeirrar sadista-klíku, sem virðist hafa tekið af
djöflinum forustuna um það að flytja Helvíti
upp á yfirborð jarðarinnar. Það verður því
einnig að teljast illa farið, að ráðamenn Stúd-
entagarðsins skyldu ekki hafa séð sér fært að
hafna þessari afmælisgjöf og hefði það að
minnsta kosti verð kurteislegra gagnvart stuðn-
ingsmönnum þeirrar stofnunar, sem margir
hverjir hafa, af örlæti og velvild til íslenzkrar
menntastéttar, gefið herbergi til hennar í
minningu um látna ágætismenn. Og ekki er
það mjög trúlegt, að þeim, sem við gjöfinni
tóku, hafi verið rík í huga samúðin með þeim
menntamönnum Evrópu, háskólakennurum og
stúdentum, sem ýmist hafa þegar orðið hinum
ógeðslegu þýzku villidýrum að bráð eða bíða
enn dauða síns, hundruðum og þúsundum
saman, við hryllilegri misþyrmingar en nokkr-
um óbrjáluðum mönnum hafa áður hug-
kvæmzst, í myrkvastofum og fangabúðum
nazistanna, en það eru þær menningarstofnan-
ir, sem virðast hafa orðið hinum þýzka kyn-