Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 146
132
HELGAFELL
ist jafnframt að hugsa lestrarefnið á
sinni eigin tungu, þótt slík hjálp til
þess sem fullnægjandi orðabók hefði
ekki kostað ríkið öllu meira á sínum
tíma en umræður á Alþingi um Lax-
dælumálið eða útgáfa blaðagreina í
þingskjölum á þessum vetri.
Að sjálfsögðu stendur næst útgáfu
Menningarsjóðs og bókmenntafélögum
almennings að ráða á þessu bætur,
enda hefur viðleitni gætt í þá átt. Mál
og menning virðist hafa haft skilning
og vilja á því frá öndverðu að láta hér
til sín taka, og er nú von nýrrar mann-
kynssögu þaðan, en áður hefur félagið
gefið út allstórt fræðirit, Ejnisheiminn,
er raunar virðist ekki hafa náð tilgangi
sínum. Tilraunir bókaútgáfu Menning-
arsjóðs um almenn fræðirit hafa ekki
verið gerðar af æskilegum stórhug,
enda ávallt meira hugsað um bóka-
fjölda. Þó eru bækur Jóhanns Sæ-
mundssonar og Skúla Þórðarsonar þörf
rit og virðingarverð, að öðru en stærð
og ytra frágangi. Ekki ber það vott um
hinn ákjósanlegasta skilning á hlut-
verki ríkisútgáfunnar, ef þar þykir nú
brýnust þörf, að gefa út kvæði Hómers
með uppdráttum, handa 12—13 þús-
undum kaupenda, í landi, sem ekkiátil
boðlega lýsingu á sjálju sér í bó\ar-
jormi fyrir börn sín, hvað þá læsilega
handbók um aðra hluta heimskringl-
unnar.
Utgáfa alfrœðiorðabókar á íslenzku
er eitt hið ótvíræðasta menningarmál,
og tjáir ekki að horfa í, þótt hún kosti
á við rekstur eins héraðsskóla árlega,
meðan hún er í smíðum. Þarf að vinda
sem allra br-áðastan bug að undirbún-
ingi þess verks, og ætti Háskóli ís-
lands, bókaútgáfa Menningarsjóðs og
hin stærstu bókmenntafélög vor að
freista samvinnu um útgáfuna, svo að
friður mætti ríkja um framkvæmd og
frágang verksins.
Bókasöfn og skólar
,,Sjálfmenntaðir“ menn njóta hér
virðulegs umtals við hátíðleg tækifæri,
og „sjálfsmenntun", sem að vísu er
litlu síður þarfleg skólagengnu fólki,
er jafnvel talin til þjóðlegra dyggða.
Hins vegar fer því mjög fjarri, að þessi
réttmæta skoðun njóti sín í skiptum rík-
isins af menntamálum. Hér tala örugg-
ar tölur skýrustu máli. Á fjárlögum ár-
ið 1943 eru um 4700000 krónur ætlaðar
til skólahalds, en aðeins liðlega 1 %
þeirrar upphæðar til bókasajna (utan
Reykjavíkur), að meðtöldum þeim
hluta, sem lestrarfélög í sveitum fá af
skemmtanaskatti. í flestum öðrum
menningarlöndum nýtur þó hin þjóð-
lega dyggð vor, sjálfsmenntunin, stuðn-
ings í samræmi við þá viðurkenningu,
að bókasöfn séu hliðstæður menningar-
aðili skólum og kirkju. Hér er því stað-
fest djúp, sem viðeigandi og nytsam-
legt væri að brúa, milli orða vorra og
athafna.
Nú kunna sumir að segja, að það,
sem þegar hefur verið upplýst um hin
miklu bókakaup og bókaútgáfu síðustu
ára, sýni ótvírætt, að hér sé engin þörf
aukinna opinberra aðgerða til áhrifa
um útgáfu né útbreiðslu bóka. Samt
verður sú röksemd að teljast þyngri á
metunum, að stjórn menntamálanna
beri að stuðla að því, að þaðstórfé, sem
hér er varið árlega til útgáfu og kaupa
á bókum, komi að sem drýgstum not-
um. Þó að ríkisútgáfan og bókmennta-
félög almennings geti mjög stuðlað að
því að auka í tilfinnanlegustu eyðurnar,
eins og að hefur verið vikið, er full
ástæða til að hafizt sé handa um fram-
kvæmanlegar ráðstafanir til þess að
létta útgefendum þá áhættu, að gefa út
fjölbreyttari, veigameiri og jafnvand-
aðri bókakost en nú, svo sem þeir flest-
ir mundu kjósa. Jafnframt mundu slík-
ar ráðstafanir verða rithöfundum og