Helgafell - 01.01.1943, Page 149

Helgafell - 01.01.1943, Page 149
BÓKMENNTIR 135 fróðleikur, ósamstætt efni. Það er að vísu fjöl- skrúðugt, en vissulega myndum við fremur æskja þess, að fjallað heföi verið um fleiri þætti íslenzks menningarlífs en að við kysum frá neitt af því, sem fyrir er, enda er hér lögð í ,,menn- ingu“ merking, sem er takmarkaðri en títt er í mörgum hliÖstæÖum ritum að því leyti, að lítiÖ er vikið að verklegum efnum og ytra aðbúnaði, minni rækt lögð við úthverfu hlutanna en inn- hverfu, hið andjega líf og samhengið í sögu þjóð- arinnar. Urvali efnisins ræður einkum það, hvað höfundur telur hlutgengt með öðrum þjóðum frá sjónarmiÖi almennrar Norðurálfumenntunar, hvaða staðreyndir úr sögu okkar skipti helzt máli fyrir þekkingarheim íslendinga, hvaS úr sögu okkar sé vænlegast til sjálfskönnunar, þekkingar á göllum okkar og manngildi, tak- mörkunum og tilverurétti, — hvað þar megi verða okkur til varnaðar eða til örvunar og eft- irbreytni. Ur öllum þeim kynstrum, er taka mætti upp í rit um íslenzka menningu, er því valið og vinzað eins og sá einn fær gert, sem hefur til að bera víðtækustu yfirsýn, háleitustu sjónarmið og vandfýsnustu kostgæfni. En þyki mönnum ejnisúrvaliS takmarkað, þá er þeim mun meiri tilbreytni í e/nísmeS/erS- inni. ÞaS verður ekki sagt verki þessu til hróss eða hnjóðs, aS það hafi yfirskin fræðiritsins, þar sem hart nær helmingur sérhverrar blaðsíðu þarf helzt að vera neðanmálsgreinar með lærð- um tilvitnunum á öllum helztu Evrópumálum, svo að almennir Jesendur lúti höfði fyrir bók- vísi höfundarins, — ef ekki af einskærri lotningu og auSmýkt hjartans, þá að minnsta kosti af því, að þá sundlar af lærdómnum. Hér minn- ist ég engrar neðanmálsgreinar í ritinu öllu, og lærdómnum er eins lítið hampað og framast er kostur. AuSvitaS eru þó föngin dregin víða að til slíks rits. Fyrst og fremst er þar leitað til frumheimildanna sjálfra, íslenzkra og erlendra fornrita, þau grannkönnuð og gagnhugsuð, en einnig eru ókjörin öll af seinni tíma fræðrit- um, sem hafa verið lesin, vegin og metin. Vissu- lega mun fæstum fullljós sú elja og alúð, sem liggur í lestri og aSdráttum öllum til þessa verks. Og þó væri í rauninni minnst um það vert, hve m,'fe'S hefur verið lesið, ef hitt bæri ekki af, hversu vel hefur verið lesið. Um tugi ára hefur ntiS verið í smíðum og allan þann tíma verið lifað og hrærzt í efninu og meira kapp verið lagt á skilning og sjálfstæða hugsun en ómelt- an lærdóm. Sumum kann jafnvel að þykja nóg um sjájfræði í efnismeSferð og dirfsku í álykt- unum. Það eitt er víst, að ritinu verður ekki sagt það til gildis, að allt, sem í því stendur, sé óum- deilanlegur sannjeikur, óhagganlegar niðurstöð- ur, sannfræðiskrá, staðreyndatal. ÞaS liggur í eðli viðfangsefnisins, að það væri ógerningur. En tökin á efninu eru djarfleg og nýstárleg. Þau eru í senn föst og víðfeðm. Þar fer saman ná- kvæmni og víðsæi, glöggskyggni og langsýni, fræðimannleg natni og skáldlegt flug, lærdómur og mannvit, grannkönnun hins einstaka með hiS almenna gildi þess í huga, djúptækasta sérþekk- ing séð í ijósi háleitustu NorSurálfumenntunar. ÞaS þarf því enginn að fælast íslenzka menn- ingu vegna þess, aS hún sé þurrt og þröngskorð- að sérfræSirit. Meginþorri efnisins er þess eðlis, að í höndum flestra yrði það tyrfið og torlesið alþýðu manna, en mestur hluti ritsins er töfr- andi skemmtilestur, þar sem heiðríkja skýrrar hugsunar leikur um hverja línu og angan ís- lenzks máls ilmar frá hverri opnu. Og það er jafnlærdómsríkt sprenglærðum sérfræðingum sem þaS má verða hverjum hugsandi unglingi ti] yndis og andlegs vaxtarauka, því aS eftirtekj- an af lestrinum fer meir eftir alúð og athygli lesandans en lærdómi hans. HingaS hefur sér- hver íslendingur feng að sækja, mikinn eða lít- inn eftir því, sem hann sjálfur er maSurinn til. { einni af fyrstu bókum sínum sagði SigurSur Nordal, að norræn ritskýring sigldi með lík í lestinni. Átti hann þar við, að þeir, sem stund legSi á þessa óhagnýtu fræðigrein, gleymdi oft, hvað væri rannsóknar virði og hvert væri stefnt, þeir bjinduðust í moldviðri smásmyglinnar, villt- ust í myrkviði sinna eigin skýringa, þá dagaði þar uppi og rit þeirra yrði ólífræn og utan gátta í menningarlífi samtíðarinnar. Allt frá því, er þessi ummæli voru rituð, og til þessa dags hefur starf Sigurðar Nordals beinzt að því að leysa íslenzk fræði úr álögum þessarar helstefnu. Og með íslenzkri menningu virðist það lausnarstarf fullkomnað, ef fram verður hajdið eins og af stað er farið. Hér er farið víða yfir, um rúm og tíma, álfur og aldir, en þess er gætt að verða ekki úti á þeirri leið. Þótt siglt sé á hin dýpstu mið, fer ísland aldrei úr landsýn, þótt horft sé fast um öxl til fortíðarinnar, hverfur nútíminn aldrei sjónum. ÞaS er siglt heilum knerri í höfn og hvorki steinar né lík í lestinni, heldur líf- grös og læknisdómar. Handa sjálfum okkur og niðjum okkar er hér reynt að meta arfleifS okk- ar, menningarverðmæti og erfðasyndir. Þótt deila megi endalaust um ýmsar einstakar niður- stöSur í svo persónulegu verki, þar sem hvert verðmæti er vegið, hvert gildi metiS, þá verð- ur ekki deilt um hitt, að slík andleg skuldaskil
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.