Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 151

Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 151
BÓKMENNTIR 137 fátt um Evrópu í aambandi við {slendingasögu 17. aldar. Þótt íslendingar vœri einangraðir hér á norðurhjaranum, fór því þó fjarri, að þróun evrópskrar sögu markaði ekki hagi landsmanna í mörgum greinum. Það hefði t. d. ekki verið úr vegi, að minnast á þá verðbólgu, er gekk um flest lönd Evrópu á 16. og 17. öld, og mun hafa valdið miklu um þaer deilur, sem risu með Is- lendingum og dönskum kaupmönnum út af verð- lagsskránum, er íslendingar urðu að bera byrðar verðhækkunarinnar á innflutningsvörum sínum, en vörur sjálfra þeirra, er þeir seldu út úr land- inu, stóðu í stað eða féllu jafnvel í verði. Páll Eggert getur þess í upphafi, að hann hafi ekki getað notað skjalasöfn til samningar bókar- innar, og hefur hann því orðið að treysta á fyrri rannsóknir í stað frumheimilda. Ef svo heldur lengi áfram, að skjalasöfnin verði ekki notuð við samningu Sögu íslendinga, þá mun vísindalegt gijdi alls ritsins rýrna allmikið. Það væri því hið mesta nauðsynjaverk, að koma skjalasöfnunum þar fyrir, sem menn gætu unnið að rannsókn- um á þeim, þótt ekki verði hægt að koma þeim til Reykjavíkur. En þótt nauðsynlegt sé, að Saga íslendinga verði skrifuð á grundvelli síðustu vís- indarannsókna, þá er hitt ekki síður mikilvægt, að hún verði skrifuð á þann hátt, að almenning- ur hafi hennar full not. En að mínu áliti er þetta V. bindi Sögu íslendinga ekki unnið á þá lund, að alþýða manna laðist að því. Páll Eggert hefur fengizt mikið við sérrann- sóknir og unnið þar hin mestu stórvirki. Sagn- fræðingar framtíðarinnar munu lengi njóta hand- taka hans og þess mikla starfs, er hann hefur unnið í rannsókn siðskiptaaldarinnar. í sérrann- sóknum má hauga saman efni og staðreyndum, eins og þær koma fyrir af skepnunni, ef svo mætti að orði kveða, án þess að komi að sök, en f almennri sögufrásögn er slíkt ótækt. Þar verð- ur að bera efnið fram í aðgengilegra formi. Sér- rannsóknin heggur efniviðinn til, býr í hendur hinna, sem hefla hann og fága. Þetta er kannski ekki algild regla, en mun þó láta nærri sanni. Vinnubrögð Páls Eggerts á þessu V. bindi Sögu íslendinga eru mjög áþekk þeim, sem einkenndu hin fyrri rit hans. En það, sem að sumu leyti var kostur við hin fyrri sérrannsóknarrit hans, verður Sögu íslendinga ekki til framdráttar. Svip- ur 17. aldar hverfur í mistri mannanafna, dag- setninga, staðreynda og ,,fróðleiks“. Sérstaklega saknar maður sögujegra skýringa á ýmsum fyr- irbrigðum aldarinnar, svo sem rétttrúnaðarof- stækinu, galdrabrennunum o. s. frv. Að öðru leyti ber bókin vott um hin fyrri sagnfræðiein- kenni Páls Eggerts: sanngirni í dómum um menn sögunnar og glöggskyggni á heimildir. Þótt telja verði þetta fyrsta sýnishorn Sögu ís- lendinga töluvert gallað, þá ber þó að fagna því, að hafizt hefur verið handa um útgáfu hennar. Þess er ekki að vænta, að slík frumsmíÖ verði gallalaus. Mikið verður undir því komið, að ritstjórn ritsins takist að samræma bindin, svo að þau verði ekki höttótt um of, og íslenzka þjóð- in eignist heilsteypta lífsögu um baráttu sína og starf í þúsund ár. Sverrir Kristjánsson. Lestrarbók Nordals ÍSLENZK LESTRARBÓK 1750—1930. Sigurbur Nordal setti saman. 3. prent- un. — Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar 1942. 408 bls. Verð: kr. 24.00 og kr. 55.00, í ,,skólabandi“ og skinnbandi. Sigurður Nordal hefur sjálfur tekið af öll tví- mæli um tilgang sinn með útgáfu þessarar bók- ar, bæði með heiti hennar og greinargerð í for- mála fyrr og nú. Henni er fyrst og fremst ætl- að að vera íestrarbók. í skólum og á heimilum, en ekki sýnisbók eða úrval íslenzkra bókmennta. Því hefur fleira ráðið um efnisval en listgildi eitt, og þá einkum sá tilgangur, er virðist hafa náðst mjög ákjósanlega, að gefa lesendum kost á sem samfelldustu yfirliti bókmenntanna þann tíma, sem bókin tekur yfir. Þó hefur leikrita- skáldskapur vor orðið hér útundan að mestu, og veldur því að sjálfsögðu það eitt, hversu rúmfrek sú tegund skáldskapar er að jafnaði og erfitt að velja þar úr stutta kafla, er njóti sín slitnir úr samhengi. Eins og próf. Nordal getur í formálsorðum, er þessi þriðja útgáfa svo frábrugðin hinum eldri, að heita má, að hér sé ný bók á ferðinni. Inn- gangurinn, um Samhengið íislenz\umbó\mennt- um, hefur verið felldur niður og enn fremur æviágrip höfunda. Hvort tveggja er eftirsjónar- vert, og þó auðvitað einkum ritgerðin um ,,sam- hengið“, sem óvenjulega athygli vakti á sínum tíma og stóð að listfengi einu fæstu því að baki, sem í bókina var valið. En próf. Nordal bendir á með réttu, að því efni muni nú gerð miklu fyllri skil annars staðar (í Arfi íslendinga) og jafnframt boðar hann komu ágrips af íslenzkri bókmenntasögu, í stað æviágripanna, sem hér hafa verið felld niður. Meginbreytingin á þessari útgáfu er þó sú, að fellt hefur verið framan af allt efni til 1750, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.