Helgafell - 01.01.1943, Síða 152
138
HELGAFELL
hins vegar bætt við sem því og innganginum
svarar eftir yngri höfunda og skipt um sumt,
sem fyrir var. Efni eftir yngri höfunda en þá,
sem eitthvað höfðu birt eftir sig í bókarformi
fyrir 1930 er þó ekki tekið, þegar frá eru talin
þrjú snilldarkvæði eftir Jón Helgason. Boðar
próf. Nordal, að út muni koma önnur lestrarbók
síðar, er nái frá upphafi ísjenzkra bókmennta til
þess tíma, er þessi tekur við.
Ég fæ ekki séð, að öðru en takmörkuðu rúmi
sé um neitt það að kenna, sem sumum kann að
þykja hér áfátt um val efnis eða höfunda, en
um slíkt er aldrei að búast við samhljóða dóm-
um. Ég tel t. d. miður farið, að ekkert skuli vera
þarna eftir Indriða Einarsson, sem vissulega skip-
ar þó markvert sæti í bókmenntum vorum og
listsköpun og var í senn fagurmenntaður og
sérstæður stílhagi. Ég sakna þarna SaknaSar eft-
ir Jóhann Jónsson og hefði feginn viljað sjá þá
Halldór Stefánsson, Guðmund Böðvarsson og
Stein Steinarr fljóta með í lokin. Ekki þarf held-
ur að efast um, að Sigurður Nordal hefði kosið
slíkt hið sama og þaðan af betra, en hann hefur
talið sig verða að hlíta settum skorðum um lengd
bókarinnar, enda er mér tjáð, að pappír þeirrar
tegundar, sem í bókinni er, hafi ekki enzt til
aukningar frá því, sem fyrst var ákveðið. En
1—2 arkir í viðbót hefðu þó tvímælalaust létt
próf. Nordal tiltölulega mikið hið vandasama
val, er að samtíðinni kom, og hrokkið til að
hýsa þar verðug, en viðkvæm skáld, sem nú
hafa orðið utan garðs.
Bókin er svo ódýr, að furðu gegnir á þessum
tímum, og þó gefin út án styrks af almanna-
fé. En þótt það út af fyrir sig sé ánægjulegt, og
góð tíðindi, að vænta megi annarrar lestrarbók-
ar og bókmenntasöguágrips frá hendi próf. Nor-
dals, vil ég nú þegar bera fram þá tillögu, að
næsta útgáfa þessarar bókar verði aukin svo,
með tilstyrk úr opinberum sjóðum, að hún megi
í senn fullnægja þeim hlutverkum til hlítar, að
vera lestrarbók og sýnishorn íslenzkrabókmennta
frá öndverðu, án þess að íþyngt sé kaupgetu
almennings. Engan veit ég færari um að leysa
slíka útgáfu af hendi en Sigurð Nordal, og fátt
mundi velkomnara né vænlegra alþýðu manna
til kynningar og skilnings á bókmenntum sín-
um en stór, vönduð og vegleg útgáfa af þessu
tagi. Slíkri bók, í einu eða tveim bindum, þyrfti
að fylgja bókmenntasöguágrip með myndum höf-
unda og nauðsynlegar efnisskýringar. Framlög
ríkissjóðs til bókaútgáfu kæmu óvíða betur nið-
ur né skiluðu betri vöxtum.
Prentun bókarinnar er viðfelldin, en pappír
ekki í bezta lagi. ,,Skólabandið“ á henni er ekki
veglegt, fremur en við er að búast, en einkum
er leitt, að sjá svo þykka bók titijlausa á kili.
Skýringar við bókina, eftir Sveinbjörn Sigur-
jónsson, munu væntanlegar innan skamms.
M. Á.
Heilbrigði og heilsuvernd
HEILBRIGT LÍF. Tímarit fyrir almenn-
ing um heilbrig&ismál. Gefið út af
RauSa-Krossi íslands. Ritstjóri Gunn-
laugur Claessen, dr. med.
Oft hafa heyrzt raddir um það, aS læknar
landsins gerSu of lítiS aS því aS fræSa almenn-
ing um læknisfræSileg efni og heilbrigSismál.
Þessar raddir hafa haft mikiS tij síns máls, því
aS þótt nokkrir læknar hafi gefiS út bækur,
frumsamdar eSa þýddar, um ýmis heilbrigSis-
málefni, hafa þær veriS um takmörkuS viSfangs-
efni, oft veriS illa auglýstar, svo aS þær hafa
ekki náS til almennings. Og flestar slíkar bækur
verSa fljótt úreltar, þar sem framfarir eru jafn-
örar og í læknaheiminum. Nú er ráSin bót á
þessu meS útgáfu nýs og myndarlegs tímarits,
og á R. K. í. þakkir skiliS fyrir framtakssem-
ina, og er þess aS vænta, aS almenningur kunni
aS meta sem vert er.
Eftir því sem tímar JiSa, eru hugmyndir
manna um hlutverk læknanna smám saman aS
breytast. Starf þeirra á ekki fyrst og fremst aS
vera í því fóIgiS aS lækna þá, sem sýkjast,
heldur miklu frekar aS stuSla aS því, aS menn
sýkist ekki. Og hugmyndir manna um heilbrigSi
og sjúkleika eru smám saman aS skýrast. Marg-
ir telja sig ekki veika og eru ekki taldir veikir
af læknum né leikmönnum, en vantar samt þaS
starfsþrek og lífsþrótt, fjör og lifsgleSi, sem
fullhraustum manni ber. ManneJdisrannsóknir
siSustu áratuga bafa lagt drjúgan skerf til þekk-
ingarinnar í þessum efnum, og meSal annars
bafa þær fært mönnum heim sanninn um þaS,
aS sumar skemmdir, sem fram eru komnar fyr-
ir vanrækt likamans á einn eSa annan veg, eru
ólæknandi, en auSvelt aS koma í veg fyrir þær
meS réttri aSbúS og meSferS. En til aS þessi
þekking geti notiS sín, þarf hún aS komast til
almennings, en engan veginn nægilegt, aS hún
sé aSeins eign fáeinna sérfróSra manna.
TímaritiS ..Heilhrigt Uf" er gefiS út í þeim
anda, aS auSséS er, aS ritstjórinn hefur aukna
heilbrigSi almennings fyrir augum og ætlar ekki
aS láta sitt eftir Jiggja, til aS tímarit þetta verSi