Helgafell - 01.01.1943, Síða 154
140
HELGAFELL
vakir fyrir honum? hver er saga skáldsins á bak
við söguna?
Það vœri ekki sanngjarnt, að fella þann dóm í
miðjum klíðum þessa verks, að Guðmundur
skrifi yfirleitt sögur sínar af því einu, að hon-
um sé óvenjulega létt um það, þótt ástæða væri
stundum til að hugsa eitthvað á þá leið. Ég tel
að vísu kröfur, hvað þá fyrirskipanir, til rithöf-
unda um ákveðinn tilgang með skáldskap þeirra
óframbærilegar, fyrst og fremst af því, að trú
þeirra á þann tilgang verður að koma innan að,
en þó mun mála sannast, að einmitt listar sinn-
ar vegna sé hverjum höfundi það nauðsynleg
hvöt og styrkur að þjóna tilgangi, sem hann
telur æðri listinni sjálfri, og líklega á þetta ekki
sízt við um nútímahöfunda. Mér virðist, að Guð-
mund skorti enn sem komið er slíkan tilgang
og markmið, og dreg ég þá ályktun ekki sízt af
viðhorfi hans til sögupersóna sinna. Hann er að
vísu of góðlátur eða ef til vill of tómlátur til
þess að beita þær ranglæti, en oft næsta skillít-
ill gagnvart þeim og virðist stundum furðu
ósárt um þær, eins og hann hugsaði sem svo,
að nóg sé til af þessu á Hæðarenda, svona
fólk geti maður alltaf búið til. Þetta er þó ekki
algild regla, t. d. virðist hann sjálfur kenna ein-
hverrar frændsemi við hinn unga mann Regin-
vald í þessari sögu, og láta sér ekki á sama
um hann standa.
Því miður gætir hins sama skeytingarleysis
oft og einatt í vinnubrögðum, sem ættu þó að
vera orðin höfundinum sjálfráðari. Of mörg til-
drög og atvik í sögunni eru með reyfarablæ, og
á sama hátt veður orðaval og stíll nokkuð á súð-
um. Þó sker mest í augu, hversu ósýnt eða lít-
ið annt honum er um að fara hæversklega með
það, sem hann hefur sótt til annarra höfunda
(Hagalíns, H. K. L., Sinclair Lewis*), í stað þess
að tileinka sér heilsusamleg áhrif af því tagi á
persónulegan hátt, eins og hverjum höfundi má
þó vera að réttmætu liði. Reyndar er sanngjarnt
að taka það fram, að þessa gætir síður en svo
meira í þessari sögu hans en oft áður, en það
verður aðeins því óviðfelldnara sem lengra líð-
ur.
Þessi saga hefur það til síns ágætis fram
yfir Eld, að hún gerist að mestu á Su&urlandi, og
þar nær Guðmundur staðarblænum að vanda
með fágætum hætti; landslag, loftslag og allur
sveitarsvipur verður raunverulegra og jafnvel
mennskara en einstakar sögupersónur. I þessu
næma skyni á svip og jafnvel sál átthaganna,
ásamt fjörlegum stíl og frásagnargleði eru skáld-
kostir Guðmundar fólgnir, en sálarlíf mannfólks-
ins ,,á bak við söguna“ virðist hins vegar ein-
att vera án þeirrar dýptar og innri átaka, sem
geri það sjálft, og sambúð þess um leið, raun-
verulegt og sannfærandi.
M. Á.
Enn um „þjóðsögur og gervi-
þjóðsögur“
í síðasta hefti Helgafells ritar dr. Simon Jóh.
Ágústsson um nokkur sagnasöfn, sem nú eru
aö koma út. Þykir mér þar kenna nokkurs mis-
skilnings, sem lesendanna vegna er vert að
henda á, og einnig nokkurrar ósanngirni í garÖ
sumra safnenda, og vildi ég því biöja Helga-
fell fyrir fáeinar athugasemdir. Mér er að vísu
málið skylt, þar sem safn mitt Islenzkir sagna-
þœttir og þjáSsögur, er gert þar aÖ umtalsefni,
en ég skaj leitast viö aÖ halda mér sem mest við
almenn sjónarmið.
Símon miðar dóm sinn um hin nýju sagna-
söfn við það fyrst og fremst, að hve miklu leyti
þau hafa að geyma hreinar þjóðsögur, þ. e. sög-
ur, sem myndazt hafa á vörum þjóðarinnar og
mótazt í munnlegri frásögn kynslóð eftir kyn-
slóð eða að minnsta kosti um alllangan aldur.
Þœr eiga eingöngu að hafa þjóðsagnafræðilegt
gildi, vera Iausar við allan fróðleik, helzt ó-
bundnar við stað og tíma. Hér með virðist hann
þó telja, að megi fljóta sagnaþættir, þ. e. frá-
sagnir um einstaka menn og atburði, ef þeir
hafa gengið í munnmælum nógu lengi, hafa sem
minnstan fróðleik að geyma, hirða eigi um, hvað
satt er eða hvað ósatt og beinast einkum að því,
að efnismeðferð sé skáldleg. Flest, sem ekki
heyrir til þessu öðru hvoru, virðist Símon, eftir
fyrirsögn greinar hans að dæma, telja geroiþjóS-
sögur, þ. e. sögur, sem gefnar séu út undir
fölsku nafni, og eigi ekki heima í slíkum söfn-
um. Skal ég víkja að því nafni síðar.
Það er að vísu rétt, að f strangasta skijningi
eru hreinar þjóðsögur fátt fram yfir það, sem nú
var talið. Er þar helzt að telja ævintýri, trölla-
sögur og útilegumannasögur, elztu galdrasögur
og drauga- og álfasögur. En ef vér lítum á ís-
lenzk þjóðsagnasöfn, allt frá Jóni Árnasyni og
Magnúsi Grímssyni til vorra daga, má fljótt
sannfæra sig um, að enginn safnandi bindur
sig eingöngu við hreinar þjóðsögur. Að vísu
ber langmest á þeim í elztu söfnunum eins og
við er að búast, þar sem þá var af nógu að
taka. En jafnvel í þjóðsögum Jóns Árnasonar
verða hreint ekki svo fáar „gerviþjóðsögur” eft-