Helgafell - 01.07.1943, Síða 55

Helgafell - 01.07.1943, Síða 55
BRÉF FRÁ LESENDUM 315 firzku bæjarstjórnar, svo að þjóðhetjuembaettið sé ekki óskipað degi lengur en brýnasta nauð- syn krefur. Enn um Indriða miðil Herra ritstjóri, Tómas Guðmundsson ! í jólahefti HelgajeUa 1942 hafið þér getið um bók þeirra Þ&rbergs ÞórSarsonar og Brynjóljs Þorlákssonar um IndriSa miSil, og virðist mér ummaeli yðar hófleg og sanngjörn og engin til- raun gjörð til þess að snúa þessum sögum upp í hindurvitni, sem gætu verið byggð á svikum. Þó felldi ég mig ekki við þessa setningu: ,, . . . sögur þær, er af þeim fóru, hafa verið merki- lega lítið ýktar, enda hefur þess ekki þurft við, því að margir þeir fyrirburðir, sem bókin greinir frá, standast fyllilega samanburð við tröllefldasta draugagang þjóðsagnanna' *. Þykir mér sem í þessum ummælum felist, að sögurnar um Ind- riða finni sér nokkra staðfestu eða séu, ef svo mætti segja, sprottnar upp úr sama jarðvegi og furðufyrirbrigði þjóðsagnanna og sé í því fólgin vörn fyrir ýkjuáburðinum á Indriðasögurnar. Hitt gæti verið eins rökrétt hjá þeim, sem rengja þær sögur, að þær séu ýktar að fordæmi þjóð- sagnanna. En þótt samlíkingaratriði séu milli hvorra tveggja þessara sagna, þá eru þær sprottn- ar sitt úr hvorum jarðvegi, þjóðsagnirnar sóttar inn í rökkur og myrkur liðinna og fornra alda og ósannanlegar, en Indriðasögurnar gerast í fullbirtu nútíma þekkingar og nútíma reynslu. Til þess að fá staðfestu á því, að þær sögur séu ekki ósannar eða ýktar, verður því að leita samanburðar við sams konar sönnuð nútíma fyrirbrigði. Til dæmis er hinn furðulegi flutn- ingur á Indriða úr húsagarðinum heim til Einars H. Kvaran ekki neitt einsdæmi. Hinn frægi Brazilíumiðill, Carlo Mirabelli (f. 1889), var horf- inn á 2 mín. frá borginni Luz til borgarinnar Sao Vicente í Braziliu. Frægur og fjölhæfur miðill, frú Samuel Guppy, sem hinn mikli vísindamaður A. R. Wallace fann, hvarf eins og hún stóð, ekki fullklædd, frá heimili sinu 3. júní 1871 og kom fram samstundis þrjár mílur í burtu í djúpum miðilssvefni, liggjandi á borði, þar sem var verið að halda miðilsfund að viðstöddum tíu manns. Margar fleiri sannar sögur um sams konar og svipuð flutningafyrirbrigði eru til. En þó að þessi og önnur nýrri tíma fyrirbrigði, sem sálarrannsóknirnar hafa sannað, geti ekki orðið staðfest með furðulegum dularatburðum þjóðsagnanna, má þó af þeim ráða, að einnig þeir atburðir hafi átt sér rætur í nokkrum raun- veruleik og fyrirbrigðin sjájfsagt gjörzt á öllum tímum og ávallt verið til miðlar. Ég orðlengi svo ekki þetta mál meira, enda veit ég ekki, hvort Helgafell telur það sam- rýmast ætlunarverki sínu að ræða það, en hygg þó, að í menningarsögu mannkynsins sé það málefni orðið heimilisfast, sem stórskáld, heims- spekingar og afburðamenn úr flestum eða öll- um greinum vísindanna hafa tugum saman í nærfellt 100 ár verið að rannsaka og sanna og hafa í stórfelldum bókmenntum komizt að niður- stöðum, sem öllum eru kunnar og hljóta fyrr eða síðar að verða orsakir mikilla afleiðinga og eru að vísu þegar orðnar það. Kristinn Daníehson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.