Helgafell - 01.12.1943, Side 6

Helgafell - 01.12.1943, Side 6
RITSAFN JÓNS TRAUSTA Jón Trausti — eða Guðmundur Magnússon eins og hans rétta nafn var — hefur um langa hríð notið meiri og al- mennari vinsælda en nokkurt islenzkt sagnaskáld annað. Söguefni sín sótti hann beint í líf íslenzkrar alþýðu og fjall- aði um þau á þann hátt, að ógleymanlegt er hverjum þeim, er verk hans hefur lesið. Hann er brautryðjandi í íslenzkri skáldsagnaritun og eru núlifandi sagnaskáld arftakar hans. Hann er í röð allra afkastamestu íslenzkra rithöfunda, enda þótt hann lengst af ævi sinni skilaði fullu dagsverki á öðrum vettvangi. — Nálega hvert orð, sem hann ritaði, er líklegt til langlifis. Óbrotgjarnari vitnisburð um andlega orku íslenzkrar alþýðu en ævistarf Jóns Trausta er ekki til. Ritsafn Jóns Trausta er gefið út með þeim myndarskap, er þykir hæfa minningu og starfi þessa mikilhæfa rithöfundar. Það er í hæfilega stóru broti, prentað á forkunnar vandað- ann pappír, vel bundið og til útgáfunnar vandað í hvívetna. Nokkur eintök af I.—IV. bindi Ritsafnsins fást í afburða vönduðu handunnu skinnbandi. RITSAFN JÓNS TRAUSTA ER JÓLA- BÓK ALLRA BÓKELSKRA íSLENDINGA Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Reykjavík

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.