Helgafell - 01.12.1943, Síða 13

Helgafell - 01.12.1943, Síða 13
og réttir í hryllingi risafingur róslitra fjalla hátt yfir brennda akra og eyddar borgir og úfin blásandi höf, sem kasta í örvilnun milli sín mannlausum flekum. — Og öldurnar hjala í óráði um sokkin skip, sem halda fyrir þeim vöku og vilja heim. En hvorki jörð né haf mun framar festa yndi við fjöll sín og kóralskóga. Því jörðin þráir borgir á sævarbotni, sem brimið lokkaði til sín í hafsins fang, og útsærinn tregar strendur, sem hurfu að heiman með hafsins skeljar og þang. Og jafnvel þó að riddarinn stoltur stöðvi sinn bleika fák við bústað hins hinzta manns og jörðin vakni ei framar við hófþyt hans mun hennar angist samt enginn friður gefast. Og fyrr mun ei heldur sævarins heimþrá sefast en síðasta fjallið ver sínum hinzta tindi í fjörusand. Þá sofnar riddarinn blindi. Og særinn gengur á land. i Tómas Guðmundsson

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.