Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 19
SKOÐANAKÖNNUNIN
345
eru þess eðlis, aS ekki þykir ástæSa til þess aS gera breytingar á úrtakinu
meS tilliti til þeirra.
AÐALNIÐURSTÖÐURNAR ERU ÞVl ÞESSAR:
Ef spurt hefSi veriS 581 manns heildarúrtak, sem skiptist rétt eftir flokk-
um og kynferSi, þykir sennilegt, aS niSurstaSan hefSi orSiS sem hér segir:
Fyrsta spurning.
ca. 58% vildu aS gengiS yrSi frá formlegum sambandsslitum eigi seinna
en 17.júní 1944.
ca. 34% vildu fresta málinu aS óbreyttu ástandi.
ca. 8% höfSu ekki myndaS sér ákveSna skoSun.
Tafla II. gefur fróSlegar vísbendingar um, hvernig viShorf flokkanna er
til þessa máls.
Onnur spurning.
ca. 20% vildu, aS forseti yrSi kosinn af Alþingi.
ca. 70% vildu láta kjósa hann meS alþjóSaratkvæSi (þ. á. m. nokkrir,
sem vildu kjörmannakosningu).
ca. 10%, höfSu ekki myndaS sér ákveSna skoSun um máliS.
Samræmi er meira á milli flokkanna í þessu máli heldur en skilnaSarmál-
inu. Þetta samræmi bendir einnig til þess, aS niSurstaSan af könnuninni um
viShorf almenings til þessa máls sé öruggari en viS bæSi fyrstu og þriSju
spurningu.
Þrihja spurning.
ca. 43% vildu, aS framkvæmdarvaldiS yrSi í höndum ráSherra (sem nú).
ca. 26% vildu, aS framkvæmdarvaldiS yrSi í höndum forseta.
ca. 31 %0 höfSu ekki myndaS sér ákveSna skoSun.
Hér gefur Tafla II. fróSlegar upplýsingar um afstöSu flokkanna til valda-
mikils forseta.
HeildarúrtakiS var einnig eins og áSur var sagt, rannsakaS meS tilliti til
menntunar, aldurs, tekna og atvinnu aSspurSra, en sú rannsókn leiddi ekki
í ljós nokkurn þann mismun á afstöSu til þessara spurninga aS vert þyki aS
birta yfirlit yfir skiptingu úrtaksins eftir þeim.
f. h. Skoðanakönnunarinnar
Reykjavík 13. des. 1943.
Torfi Ásgeirsson.