Helgafell - 01.12.1943, Síða 20
ÞORSTEINN ERLINGSSON:
Sjómannakveðja
Við sökum þig aldrei, ættjörð kær,
hver ógn sem á vegi stendur,
og blessaður sé þinn breiði sær,
og blessaðar þínar strendur,
hvar helzt sem oss bana-boðinn nær
og bíða vor dauðans hendur.
En von er þeim sórni að sjá þig, mar,
er sendirðu dauðans pínu,
sem vonuðu heim á vina-íar
og væntu að fagna sínu,
en líta þig síðan lenda þar
með líkin í íangi þínu.
En þau, sem að lifðu landi og þjóð
og loks eru kvödd með tárum,
þau böm eru fríð og ferðin góð,
um fjöld er ei spurt af árum.
Við færum þeim allir okkar ljóð
írá ættjörðu þeirra í sánun.
Við hjarta þér, móðir, hvílir sá,
sem hér fær að enda skeiðið,
þó þúfumar yrðu alda blá,
er yfir þeim sama heiðið;
og hvað sem er undir höfði þá,
við helgum þér allir leiðið.
Kvœðið hefur ekki birzt í Þyrnum fyrr en nú.