Helgafell - 01.12.1943, Page 22

Helgafell - 01.12.1943, Page 22
348 HELGAFELL mála. ,,Smíð“ táknaði hverskyns ,,fabricatio“ og mátti hafa um málverk einsog vér nú segjum tónsmíð. Af Húsdrápu verður ljóst hverjar þær sögur hafa verið nokkrar, sem markaðar voru á þil og ræfur í Hjarðarholti, en af litum greinir Ulfur aðeins hina björtu — ekki ólíkt því sem Guðmundur skólaskáld mundi hafa gert. Hann talar um ,,fránt“ og ,,fránleitt“, sem þýðir glitrandi, sömuleiðis ,,fag- urt“, sem þýðir bjart, og „golli byrstan börg“ Freys, það er göltur með gull- burstir. Það er ekki kunnugt að Islendíngar hafi á nokkru tímabili sögu sinnar lagt niður málaralist. En með því flestir verðmætir hlutir eyddust hér og týndust á lágmenníngaröldunum, sem nú eru ekki nema rétt nýliðnar, eru minjar okkar um forna myndlist helsti fágætar. Dálítið hefur geymst af gömlum trémálverkum í fórum einstöku kirkna, og eru þær leifar hvergi nærri fullrannsakaðar. Á þjóðminjasafni hér er til dálítið af gamalli mynd- list, þar á meðal Kvöldmáltíðarmynd frá 15. öld sem breska skáldið Auden taldi merkastan gripa á Islandi, en það eru allar líkur til að sú mynd sé dönsk að uppruna. Utsaumur forn, sem oft er í verkan sinni óaðgreinilegur frá málaralist, er enn varðveittur hér, en þó eru merkustu sýnishorn þessarar tegundar íslenskrar myndlistar ekki leingur hér á landi, heldur geymd í útlendum söfnum, þar á meðal í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Helstar minjar málaralistar frá miðöldum Islands eru þó geymdar í fornum handritum okkar, sem eru í vörslu Dana. Það er sú tegund fornrar málaralistar, sem kölluð er lýsíngar, illúmínasjón, og smámyndagerð, miniature. Ennfremur nokkuð af teikníng- um og bækur með dráttlist. Myndlist þessi er hinsvegar svo hástæð að hún bendir á lángar og fastar erfðir, auk órofa sambands við erlenda listmenn- íngu. Því miður hefur málaralist fornhandrita okkar ekki verið rannsökuð nægilega af fróðum mönnum; franskir málarar, sem hafa skoðað þessi gömlu verk okkar, telja myndirnar búa yfir ákveðinni fíngerðri hrynjandi í línu, sem sé íslensk séreign, auk sérstakrar einföldunar og samþjöppunar í tján- íngu; sama einkenni benda sérfræðíngar saumalistar á í fornum íslenskum útsaumi. Nokkrir fræðimenn benda á ákveðin form í fornlist okkar, einkum dýraform, sem séu óþekt í samtímalist rómanskri og gotneskri af þessu tagi, og telja ættuð úr innlendri, norrænni geymd. Að vísu standa handritamál- verk okkar sjaldnast jafnhátt enskri og franskri list af þessu tagi frá for- tímum Endurfæðíngarinnar (renaissance), en þau eru grein af sama alþjóð- legum stofni og öll hámenning þeirra tíma. Afturámóti hikar jafn varfærinn fræðimaður og Halldór Hermannsson ekki við að láta þá skoðun í ljós að íslensk málaralist hafi, samkvæmt þeim vitnisburði sem hún gefur um sig í lýsíngu og smámynd, staðið hærra á Islandi frá 13. öld til 15. aldar en

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.