Helgafell - 01.12.1943, Síða 38

Helgafell - 01.12.1943, Síða 38
ANDINN FÁST ANDINN FÁST ANDINN FÁST ANDINN FÁST ANDINN Hvers ákall nem ég? Ægilega sýn! Með óskakynngi dróstu mig til þín. Til mín stóð löngum meginfýsn þíns hugar. Hér mátt þú sjá — Þín forógn yfirbugar! Þú hefur grátstaf bæna beint til mín að birtast þér og tala mínum rómi! Ég lét að þínum sterka hugarhljómi, og hér em eg! — Hví sækir nú á þig svo bleikur ótti, ofurmenni? Hvað varð um sálarinnar himinhróp, það hjarta, er sína eigin veröld skóp og skalf cf unaði yfir henni? — þann móð, er svall þeim manni, er hugði sig úr moldu hefja á andans tignarstig? Hvar sé ég Fást og nem hans ríka róm, hans ramma seið og kraftbirtingarhljóm? Er þetta hann, sem undan andblæ mínum nú engist niðri í hugardjúpum sínum og hlyklijast áþekld hræddum ormi? Hygg þú ekki, eldsýn! að ég víki, — andi og maður, Fást, þinn líki! í lífsins ílóðum, í starfsins stormi, er ég bára og blær, bylgjast fjær og nær, er getnaður, gröf og grunnlaus höf, sogandi vogar og lifandi logar. Á aldanna vefstól við geimanna gný Guðdómnum lífklæði vef ég ný! Víðförli andi hins orkandi vilja í umsvifum heimsins! Víst líkist ég þér! Þú líkist þeim anda, er þér auðnast að skilja, ekki mér! Hverfur.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.