Helgafell - 01.12.1943, Síða 55

Helgafell - 01.12.1943, Síða 55
fTlorctahl Grieg: GERD Sprengjur hlumdu um húsið. Hrímblá luktarskíma hvarf í hótelgangsins húm að balci mér, mænandi inn í myrkrið meö þitt nafn á vörum. Lágum hreimi að handan heyrði eg söng frá þér. Ekki til að ögra, ekki til að gleyma, — aðeins annarshugar, óháð tíma og stað, hlýddirðu ein á eitthvað innra með þér sjálfri, dýpra vilja og vitund, — varst að raula um það. Það voru ættlandsómar: Um þig lék og streymdi eðlisbjart og öruggt átthaganna geð, líkt og lauígræn breiða lágra rótarsprota blæju bjarmatöfra bregður yfir tréð. Vængblik varst þú yfir vogum ljósra hólma, lyng, sem fram með lækjum löðursilfrað skín, viðíög vorsins fugla, vetrarþögn í skógi. Þú varst heiða og hreina hjartalindin mín.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.