Helgafell - 01.12.1943, Qupperneq 60

Helgafell - 01.12.1943, Qupperneq 60
376 HELGAFELL Allt varð þetta til nokkurs þroska. Og svo sagði Guðmundur Friðjóns- son um Mývatnssveit, á aldamótum: ,,þar eru konur fagrar, ræðumenn og skáld, glímumenn og söngkraftar góð- • • • ír . Heima hjá sér átti hver sína bónda- hugsjón. Hann vildi eiga ábýli sitt, ef þess var nokkur kostur, hvort sem það var sérstök jörS eða hluti af jörð. Hann vildi vera út af fyrir sig með hús og heimili, bú sitt og störfin að því, sjálfráður um þetta og eigin- ábyrgur. Ófús var hann aS lána öðr- um sitt, fjær skapi þó að skulda öðr- um. Hann langaði til að endureisa bæinn sinn og gera hann bjartari og hlýrri en hann hafði tekið við honum. FénaS sinn vildi hann velja, ekki aS- eins meS tilliti til afurða, heldur einn- ig meS auga á því, sem prýddi. Jafn- framt bar hann fyrir brjósti aS geta fóðrað og annazt um hverja sína skepnu svo, aS ánægja væri aS umgangast þær og sæmd aS sýna þær öðrum. Veita vildi hann greiða og gisting komumanni á þá leiS, aS hæfði þörf gests og sæmd heimilis. Tómstundir vildi hann geta notaS til aS lesa þaS, sem hann kaus helzt aS hugsa um. Hann vildi vera vaxinn því og hafa aðstöðu til þess aS fylgjast meS öðrum í sveit og héraði um þáttöku í meS- ferS málefna, sem almenning varða. Og hann vildi eiga góðhest, fallega meðfarinn, sem bæri hann á manna- mót. — Eitt vildi hann ekki. Hann vildi ekki flytjast burt úr sveitinni. Mývetningur veit ógjörla um þaS, hvort sveitin hans er fegurri en sumar aðrar sveitir eða betri, þegar alls er gætt. Hitt finnur hann á sér, hún er öðruvísi en allar hinar. Af því stafa orS Jóns Þorsteinssonar: ,,Þar vilja allir alltaf vera, ef þeir stigu fæti þangaS; þangaS alla aftur langar, allir vilja þar beinin bera“. Þegar bóndi viS Mývatn hefur lokið vorlöngu dagsverki, staðið viS aS vega meS höndum og járni grjót úr jörðu, þar sem jarðvegur er svo grunnur, aS flytja þarf mold frá öSrum stöðum til aS græða sáriS, svo aS þaS geti orðið auki viS túnstæðið, sem lítiS er fyrir, þá kemur ekki ást hans á sveit sinni í veg fyrir þaS, aS hann hugsi sem svo, aS ekki muni bændur í öðrum sveitum hafa meira fyrir aS græSa tún viS bæ sinn. Og honum finnst líklegt, aS ekki muni aSrar sveitir kröfuharðari um vinnubrögS. Hann hefur lokiS dagsverki, og þá er þess aS gæta, aS ekki má lengur dragast aS ganga varpiS. Og hentug- ast er aS gera þaS aS næturlagi. Hann hrindir á flot pramma sínum og rær út í hólmann. Eggjaleitin byrj- ar þar, sem fullsprottiS hvannstóðiS tekur manninum upp á hné, og felur samfellt blaðaþakið sýn til jarðar. Hann verður aS ganga hálfboginn, greiða meS höndum sundur hvann- leggi og lauf og víkja til hliðar njóla- kollum, svo aS hann geti séS, hvar hann má stíga fæti. Annars á hann víst aS stíga ofan í hreiður, áður en þaS sést. Þessu huliðsþaki hefur eggja- móðirin treyst, og hér er hreiðrum þétt raðað. Og til enn meira öryggis býr öndin svo um, þegar hún víkur úr hreiðri, aS þak er yfir eggjunum, af stráum, sem hún hefur dregiS aS sér, svo aS líkist því, sem er kring- um hreiðrið, og þreifa verður henái eftir því. VerkiS er bakraun og ekki fljótunniS. AnnaS er þó ekki betra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.