Helgafell - 01.12.1943, Page 62

Helgafell - 01.12.1943, Page 62
Sfzá lidnu mwti i. í dag kom sannur sumardagur fyrst: sólgullinn morgunn fram úr heiði bláu reis yfir engi, er lauguð döggum lágu, ljómandi f y r r en sólin hafði birzt, hófst yfir ána, er bugðast, blökk og glær, sem bráðið silfur iði á stjörfu grjóti, þar sem við bakkann æfir önd á fljóti ungana sjö, er létu úr hreiðri í gær .... Og laufgræn blikar brekkan þín og mínl Svo brimar lífið, jafnvel dauðu, í æðum, að gluggi á koti gerist eldleg sýn og gömul amboð sprikla á sólskinsklæðum! Hér skulum við í helgi þagnargeimsins hvíla, við tvö .... Ó, gleymda, dreymda fró, birtunnar fylling, varma, ríka ró, rödduð og dýpkuð kliði flugnasveimsins! Eitt verður nú og fyrr og fjær og nær! Friðheilög jörðin sæng og rekkjustokkur! Við næmar hlustir niðar mold, sem grær .... Að nýju hefur sólin bjargað okkur!

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.