Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 68
384
HELGAFELL
völdin tilkynningu um ofsóknirnar, og
var þar komizt svo að orði, að Gyð-
ingar hefðu æst menn gegn Þjóðverj-
um og stuðlað mjög að skemmdar-
verkum, svo að Þjóðverjar hefðu orð-
ið að taka lil sinna ráða og koma í veg
fyrir, að þeir gætu eitrað andrúms-
loftið, en samtímis yrðu danskir her-
menn, í haldi hjá Þjóðverjum, látnir
lausir.
Dönum þótti nú skörin fara að fær-
ast upp í bekkinn, þegar Þjóðverjar
ætluðu að múta þeim til þess að taka
Gyðingaofsóknunum með þögn og
þolinmæði með því að láta lausa
danska hermenn, og danski yfirhers-
höfðinginn mótmælti óðara. Mótmæl-
um rigndi yfir þýzku yfirvöldin frá
óteljandi félögum í Danmörku. Kristj-
án konungur mótmælti harðlega, og
sunnudaginn 3. október var lesið í
öllum dönskum kirkjum hirðisbréf frá
biskupum Danmerkur, þar sem meðal
annars var komizt svo að orði, að það
sé skylda kristinna safnaða að mót-
mæla alls staðar Gyðingaofsóknum.
Þjóðverjar höfðu þessi mótmæli að
engu og héldu áfram að ofsækja sak-
laust fólk. Þeim hafði þó brugðizt
bogalistin að því leyti, að danskri
lögreglu var falið að gæta Eyrar-
sundsstrandarinnar, og þaðan komust
mörg hundruð danskra Gyðinga yfir
til Svíþjóðar, enda má segja, að Dan-
ir hafi allir verið samtaka um að
hjálpa flóttamönnunum eftir beztu
getu, og tugir sjómanna lögðu lífið í
sölurnar fyrir þessa hrjáðu landa sína.
Svíar buðu Þjóðverjum að taka við
dönskum Gyðingum, en því boði var
ekki svarað. Sænska stjórnin mótmælti
aðförunum, sænsk blöð og meira að
segja finnsk fordæmdu athæfi Þjóð-
verja, en ekkert stoðaði.
Hatur Dana og andstyggð á þýzka
nazismanum fékk útrás í sífjölgandi
skemmdarverkum, einkum á Jótlandi,
þar sem Þjóðverjum er mest nauðsyn,
að samgöngur séu í góðu lagi, enda
er svo komið, að von Hanneken hefur
neyðst til þess að setja herlög. 1
stað þess að kveða niður öll spellvirki,
með herlögunum 29. ágúst og Gyð-
ingaofsóknunum síðar, hafa Þjóðverj-
ar hellt olíu í eldinn og eiga nú enga
leið framar til þess að ná sáttum og
samkomulagi við Dani. Þeir hafa sjálf-
ir skapað sér þau vandkvæði, og mega
sjálfum sér um kenna.
Eins og áður er getið er loku fyrir
það skotið, að Þjóðverjar geti myndað
löglega stjórn í Danmörku, af því að
konungur hefur neitað að taka lausn-
arbeiðni gömlu stjórnarinnar til greina
og heldur fast við þá ákvörðun sína.
Hins vegar er landið ekki með öllu
stjórnlaust, þótt með öðrum hætti sé
en dr. Werner Best mun telja æski-
legt. Þegar eftir 29. ágúst var stofn-
að svonefnt frelsisráð, en í því eiga
sæti fulltrúar allra þeirra flokka og
félaga, sem ákveðið hafa að berjast
gegn Þjóðverjum, þar til Danir hafa
endurheimt frelsi sitt. Ráð þetta hef-
ur nefnt frjálsan Dana, sem dvelst er-
lendis, til þess að vera fulltrúi sinn
hjá frjálsum Dönum í Englandi og
tengiliður þeirra, sem heima berjast,
og hinna, sem vinna fyrir Danmörku
erlendis. Það verður ekki dregið í efa,
að vel verði unnið á báðum þessum
vígstöðvum, og afstöðu Dana lýsa
þessi orð Christmas Möllers: „Danir
eiga nú um sárt að binda og oss er
þungur harmur kveðinn, en samtímis
fögnum vér því, að þjóð vor er kom-
in í fylkingu hinna frjálsu, stríðandi
þjóða, og Norðurlöndin eru miklu,
miklu nær hvert öðru en þau áður
voru“. ]6n Magnússon.