Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 69
Á næsta ári koma út á útgáfum Helgafells og Vík-
ingsútgáfanna meðal annarra þessar merku bækur:
GLEYMDIR MENN“, úrval af ljcðum nokkurra kunnra ísl. skálda
frá fyrri tímum. Meðal höfunda má nefna Gísla Brynjólfsson, Þorlák Þórarinsson, Sigurð
Pétursson, Björn í Laufási, Gísla Thorarensen, Stefán í Vallanesi og marga fleiri.
..FRÁ STEFÁNI TIL STEINARS“, úrval af ljcðum íslenzkra ljóð-
skálda síðustu 25 árin. Utgáfuna annast Benjamín Eiríksson.
,,RIT ÞORGILS GJALLANDA“ I. bindi. í þessu bindi verða eftir-
taldar sögur: Upp við fossa, Leidd í kirkju, Séra Sölvi, Osjálfræði og Gamalt og nýtt.
Arnór Sigurjónsson annast útgáfuna.
HEILDARÚTGÁFA AF LJÓÐUM STEFÁNS FRÁ HVÍTADAL.
Tómas Guðmundsson annast útgáfuná og ritar formála.
HEILDARÚTGÁFA AF LJÓÐUM PÁLS ÓLAFSSONAR. Löng og
merkileg ritgerð um skáldið og ljéð hans eftir Gunnar Gunnarsson, skáld.
,,ÆSKA MIN Á GRÆNLANDT*, eftir P. Freuchen. Halldór Stefánsson
rithöfundur hefur þýtt bókina.
,.CANDIDE“, eftir Voltaire, í þýðingu Halldórs Kiljan Laxness.
,,NOA-NOA“, eftir Gaugain, í þýðingu Tómasar Guðmundssonar.
..ÆVISAGA BYRONS“, eftir Maurois, í þýðingu Tómasar Guðmundss.
,,UNDER HÖSTSTJERNER‘‘, eftir Hamsun, í þýðingu Jóns Sigurðs-
sonar frá Kaldaðarnesi.
..DAUÐAR SÁLIR“ eftir Gogol, þýdd af Magnúsi Magnússyni.
,,NIELS FINSEN“ eftir Anker Aggerbo, læknir, í þýðingu M. Hall-
grímsdóttur. Ytarlegan formála skrifar dr. Gunnlaugur Claessen.
,,RUBAIYAT“, eftir Omar Khayyám, þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni.
Hverju erindi fylgir heilsíðumynd.
,,FORNMAÐURINN“, eftir Hendrik Willem van Loon.
.,SAGA SKIP ANN A“, eftir Hendiik Willem van Loon.
.,MANNKYNSSAGA“, eftir Hendrik Willem van Loon.
..MANON (LESCAUT)“ eftir Abbé Prevost, í þýð. Guðbr. Jénssonar.
..BLÖKKUSTÚLKA LEITAR GUÐS“ eftir Bemhard Shaw, í þýð-
ingu O. Halldórssonar. Prýdd fjölda mynda.