Helgafell - 02.12.1943, Síða 6

Helgafell - 02.12.1943, Síða 6
388 HELGAFELL boðið minningarsjóði Jónasar Hallgrims- sonar. Það er samning og útgáfa vand- aðrar og alþýðlegrar íslenzkrsar al- fræðiorðabókar, verk, sem hlýtur að krefjast starfskrafta margra manna í mörg ár og kosta hundruð þúsunda. Þessu máli hefur áður verið hreyft í Helgafelli, og enn lítur það svo á, að hér sé um eitt hið merkasta þjóðemis- og menningarmál vort að ræða. Að engu dregur það úrþörfinniá slíkri bók, þótt von kunni að vera á næstu áratugum íslenzks ævisagnasafns og ís- landslýsingar, en hins vegar mundi verða hagræði að samvinnu um undirbúning þess- ara verka. Sú skoðun á og mikinn rétt á sér, að slíka alfræðiorðabók beri ekki að takmarka við þjóðleg fræði, heldur eigi hún að vera jafnframt mikilsvert hjálpargagn til þess að temja íslenzka hugsun og tungu við samþjóðleg viðfangs- efni. Vonir um slikt réttlætast ekki sizt af því, að víst má telja, að aðgengilegt rit þessarar tegundar yrði hið vinsælasta lestrarefni allflestra greindra unglinga, en slíkum heyrir framtíðin til. Eftirrit þessarar greinar Iiefur verið sent formanni Bóksalafélagsins og verð- lagsstjóra. BORN BRÆÐRA- ÞJÓÐANNA OG ÍSLENZKUR HJÁLP- ARHUGUR Tillagan um heim- boð og hjálp til norskra og danskra barna, í næstsíð- asta hefti, hefur fengið góðar undirtektir, þótt ekki hafi enn orðið af verulegum undirbúningi og hið gullna tækifæri jólamánaðarins þann- ig verið látið hjá líða að sinni. Dag- blöð höfuðstaðarins tóku hugmyndinni vinsamlega, og er verðugt að geta þess, að Valtýr Stefánsson, ritstj. Mgbl., varð fyrstur til að leggja henni liðsyrði. Hann fann ástæðu til þess að brýna fyr- ir mönnum að láta engan meíing um frumkvæði í málinu draga úr skjótum framkvæmdum. Helgafell vill taka und- ir þau ummæli og styðja þau með þeirri yfirlýsingu, að ritstjórum þess hefur aldr- ei dottið í hug að ætlast til neins orðstírs né forustuframa fyrir það eitt að koma laus- lega orðum að hugmynd, sem án efa hefur vakað fyrir ýmsum öðrum um sama leyti og ef til vill áður en fitjað var upp á henni hér í Helgafelli. Því síður telja þeir sér misgert, þótt framkvæmdum verði hagað með nokkuð öðrum hætti en þar var Iagt til. Hitt skiptir öllu x aug- um okkar þriggja, sem reifuðum málið, að sem skjótast verði hafizt handa af góðum liug um nauðsynlegan undirbún- ing. í greinum okkar var engin dul á það dregin, að við teldum aðra aðilja sjálf- sagða til forustunnar, þótt við vildum og viljum enn vinna málinu allt það gagn, er við megum, sem óbreyttir liðsmenn. Við litum þó þannig á, að okkur bæri að fylgja greinum okkar svo langt eftir, að við stuðluðum að því, að málinu væri tryggð forganga. Við fengum á fund með okkur þremur í þessu skyni fulltrúa frá flestum blöðum í Reykjavík, þ. á. m. frá Nýju kvennablaði, formenn Rauða- krossins og Norræna félagsins og herra biskupinn. Allir tóku blaðamennirn- ir málinu vel og hétu því fyllsta stuðningi, þegar er það væri komið á hinn fyrsta rekspöl. Sama er að segja um formenn R. K. í. og N. F. Þó töldu þeir, að félög sín væru því naumast viðbúin að beita sér fyrir slíkri hjálparstarfsemi að svo stöddu. Mun cinkum hafa um valdið, að Noregssöfnuninni var þá ekki enn lokið, en það liafði lengi vcrið aðstandendum hennar eðlilegt metnaðarmál að þoka samskotafénu upp í eina milljón króna áður. Niðurstaðan varð því sú, að ekki varð úr, að formleg samtök mynduðu mál- inu forustu að sinni, en allir voru fund- armenn á eitt sáttir um að láta það ekki niður falla. Nú hefur verið tilkynnt, að Noregssöfn- uninni verði lokið 1. febr. Þá hefur hr. Sigurður Sigurðsson, berklayfirlækn- ir, formaður R. K. í., látið í ljós, að hann muni taka málið til velviljaðrar athugun- ar að nýju. Nýtt kvennablað hefur lýst eindregnu fylgi sínu við hugmyndina. Má því vænta, að hinir heppilegustu að- iljar sameinist um að bera málið fram til sigurs. Mikil hvatning mætti það verða í þessu efni, að skólabörn á Akureyri hafa þeg- ar hafizt lianda um fjársöfnun til frænd- systkina sinna í Danmörku og Noregi. Þá er það vert athygli og eftirbreytni, að færeysk börn hafa safnað í sama skyni 35 þúsundum króna, að því er blað- inu Norsk Tidend í London segist frá _ný- lega. M. Á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.