Helgafell - 02.12.1943, Side 7

Helgafell - 02.12.1943, Side 7
FR. le SAGE de FONTENAY: Kaj Munk ,,Blodet sk.ol röres, Lidenskjaben sœttes í Bevœgelse“. ,,Jeg vil Redelighed". Sören Kierkegaard. Á síÖustu hundrað árum hefur trúarlífið fært Danmörku þrjú andans stór- menni: Grundtvig, Sören Kierkegaard og Kaj Munfy. Grundtvig mótaði andlegt líf Danmerkur með hinu lifandi orði og hinum frjálsa skóla. Kierkegaard gerði úr danskri tungu hið fimlega andans vopn, sem hún er nú, í leikandi launglettni sinni og ljúfri kæti. Hann er um leið hressandi þrumuveður, sem fer uppí vindáttina. Hann bar fram í dönsku kirkjunni kröfuna um skilyrðislausa persónulega trú, stökkið út á sjötíu þús- und faðma dýpið, kröfuna um ástríðu trúarinnar alveg út í píslarvættið. Kaj Munk er að mörgu leyti lærisveinn Grundtvigs og Kierkegaards. Hann færir Danmörku nýja list sorgarleiksins, leikræna list hugsjónanna, sem í nýju, eggjandi formi blæs lífi í æðstu kröfur trúar og siðgæðis. Af ástríðu- þrunginni einlægni gerist hann forustumaður í baráttunni fyrir hugsjónun- um. Hann ..ábyrgist kenningar sínar með lífi sínu”, eins og Sören Kierke- gaard komst að orði. Kaj Munk reyndi þegar í uppvexti sínum þær geðshræringar, sem öflugt trúarlíf hefur í för með sér. Á námsárum sínum og þroskaárum mótaðist hann ævilangt af háum og hörðum hugsjónakröfum Kierkegaards. Hann var alinn upp í anda heimatrúboðsins og komst seinna í kynni við hin öflugu átök milli Grundtvigssinna og heimatrúboðs. Orðið, leikurinn, sem var leik- inn svo glæsilega hérna í fyrra, fjallar einmitt um þessi siðgæðis- og trúarmál. Leikurinn byggist á ýmsu, sem kom fyrir Kaj Munk sjálfan í bernsku hans og æsku. Hann hefur sjálfur heyrt og tekið þátt í samtölum eins og þeim, sem fara fram í leiknum. Átökin, spenningurinn í leiknum, eru fólgin í baráttunni milli innilegrar trúar, sem krefur alls og brýtur í bága við skynsemina, og miskunnarlausrar skynsemi, — fólgin í átökunum milli Jóhannesar, sem er geðveikur, annars vegar og hins vegar læknisins og prestsins. Hann lýsir þarna með öðrum orðum hinni gömlu togstreitu milli trúar og þekkingar. Kaj Munk fetar hér, eins og oftar, í fótspor Sören Kierkegaards. Hann

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.