Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 8

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 8
390 HELGAFELL fylgir fram kröfunni um trúna á öfgarnar (paradoxet), „stökkiÖ út á sjötíu þúsund faðma dýpið“. Kristindómurinn er ástríða, segir Sören Kierkegaard. Með ástríðu og öfgum ver Jóhannes trú sína gagnvart þeim, sem eru hálf- volgir, hikandi, undanlátssamir og efandi, þeim, sem ekki vilja og ekki þora að fylgja honum í sælli sigrandi von páskanna. Hann talar fyrir þeim, sem ekki hafa eyru að heyra, en er sjálfur hinn rétti vottur sannleikans í skilningi Kierkegaards. Og þess vegna lætur Kaj Munk Jóhannes einnig njóta bæn- heyrslu, þegar hann ber fram bæn sína við líkbörurnar, „villende Eet i Hjert- ets Reenhed“, biðjandi í sannleika og fölskvalausri trú. Kaj Munk hefur sjálfur reynt þetta og þvílíkt. Þegar hann var 17 ára skóla- piltur, stóð hann í fyrsta skipti við líkbörur og skildi, hvað það þýddi. Hann talaði sjálfur við húskveðjuna og sagði seinna: ,,Eg skammaðist mín fyrir það við börurnar, að ég skyldi ekki vera nógu trúarsterkur til þess að ganga að börunum, taka í hönd hins látna og segja: „Stattu upp!“ Trúarlífið hef- ur alltaf verið aða] hans, honum hefur trú og líf verið eitt alla ævi. í norrænum bókmenntum hefur varla verið til nokkurt leikritaskáld, frá bví Ibsen leið, sem hefur verið þess jafn megnugt og Kaj Munk að klæða miklar hugsanir mannlegu gervi og leika á eins marga strengi ástríðnanna. Kaj Munk er hetjudýrkandi eins og Carlyle og Georg Brandes. En hann er strangur við hetjur sínar, metur þær eftir afstöðu þeirra til hinna æðstu hug- sjóna í siðgæði og trú. Og þeim farnast illa, ef þær sækjast eftir upphefð sjálfra sín, án þess að hirða um kröfur siðgæðisins, eða meta meira það, sem keisarans er, en það, sem Guðs er. Þá verður fall þeirra mikið. Sagt hefur verið um Kaj Munk, að ef menn skilji leikrit hans rétt, séu þau öll útlegging á sama biblíutextanum: ,,Að hvaða gagni væri það manninum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón á sál sinni ?“ Þetta kemur ljóslega fram í En ldealist. Heródes er voldugastur og stór- brotnastur af öllum persónum Kaj Munks — hetja viljans að mætti og mann- vonzku. Trylltar ástríður og slægvizka berjast í sál hans. 1 taumlausum ofsa sínum er hann eins og persóna úr Shakespeare-leikriti. Kaj Munk hefur geri að einkunnarorðum fyrir ,,En Idealist” þessi orð eftir Sören Kierkegaard: „Hjertets Reenhed er at ville Eet“, en það er texti einnar af hinum upp- byggilegu ræðum Kierkegaards. En Kierkegaard segir einnig, að menn verði í sannleika að vilja það, sem gott er, verði að vilja gera allt og þola allt fyrir það, sem gott er; ef menn vilji hið góða vegna launanna, af ótta, af breyskleika eða sjálfræði, lendi menn í tvíhyggju og hrasi. Á þessa v’og vegur Kaj Munk hetjur sínar, og þær eru hjá honum léttvægar fundnar. Þær hnjóta og hrasa um þessar ströngu kröfur siðgæðisins. Heródes vill að vísu aðeins eitt, en hann vill það í mannvonzku sinni, og þess vegna lendir hann í tvíhyggju og verður sturlaður. Davíð í leikritinu De Udvalgte vill einn- ig aðeins eitt — frið Guðs. En þegar hann, fyrir ill áhrif Akitofels, kemst úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.