Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 10
392
HELGAFELL
fram í ,,Öjeblikket“, því mikla safni af blaðagreinum og flugritum, sem eru
síðustu rit hans og hatramar árásir á kristni vanans, þetta, að ,,þaS er nú einu
sinni sisona, aS viS erum kristnir“.
í þessum prédikunum og mörgum orSatiltækjum Kaj Munks má heyra
óminn af hvössum hvatningarorSum Kierkegaards: ,,Trúin er ástríSa, til þess
aS trúa þarf ástríSu", og ,, hugsjónirnar ber aS boSa, annars er kristindóm-
urinn falskur í innsta eSli sínu“. Þær bera einnig blæ af þeim orSum Jesú,
sem Kierkegaard benti svo kröftuglega á: ,,Ég er kominn til aS varpa eldi
á jörSina".
Þetta sézt á nokkrum dæmum úr prédikunum hans:
,,Já, segja menn viS mig, kirkjan er helgidómur. ÞaS á aS vera ró og
tign yfir guSsþjónustunni. Ojæja, þaS er nú svo, því aS sú ró og tign á ekki
aS fást meS þögn og lygi. Sú guSsþjónusta, sem óttast sannleikann, er
Satans-þjónusta, og sannleikurinn er ekki rólegur og virSulegur og tignar-
legur. Hann brýst um og bítur og slær. Sannleikurinn er ekki fyrir varkárt og
rólegt fólk. ÞaS þarf ekki sannleika, heldur hægindastól.
En hvaS þaS er meiningarlaust, aS krefjast varkárni af kirkjunni! Var
Kristur varkár ? Voru píslarvottarnir varkárir ?
Má ég þá heldur biSja um orS Jesú: Þér hrœsnarar og augnaþjónar og
kalþaSar grajir. Þetta kallaSi hann þá, sem afvegaleiddu lýSinn í landi hans.
Og Heródesi, sem flaSraSi upp um rómverska hervaldiS í Palestínu, sendi
hann hæSniskveSju og kallaSi hann ref“. Þessi orS eru úr prédikuninni MeS
sverði orðsins.
Or annarri prédikun, Jóhannes og Jesús, tek ég þessi orS:
,,Til eru þeir menn, sem gera sér þaS í hugarlund, aS hægt sé aS raða
sannleikanum niður. Þeim skjátlast. Sannleikurinn verður ekki lagður frá
til geymslu. Hann er ekki til í öðru ástandi en lifandi. Af allri lýgi er
dauður sannleikur hættulegastur.
Einnig okkar á meðal eru til góðir menn, sem hafa þá brennandi trú á
sannleikanum, aS hann sé til, til þess aS hann verði boðaður — aS hann sé
einungis til, þegar hann er boSaður. Þeir trúa ekki á niðursoðinn sannleika“.
Hispursleysi Kaj Munks heyrist glöggt í nýársprédikun hans, Kristur og
Danmörk:
,,GuS krafðist baráttu af okkur. ViS brugðumst skipun hans, viS brugS-
umst orði og ákvörðun sjálfra okkar. Menn eiga ekki aS hæða GuS meS því
aS þakka honum fyrir þaS, aS fjandinn sér um sína.
Eru þetta of sterk orS ? Nei. Sá, sem bregzt GuSi, felur sig forsjá djöfuls-
ins. ViS erum núna þessi árin utangarðs viS köllun okkar og ákvörðun. Dan-
mörk er undir reiði GuSs. Þessvegna líður okkur svona vel.
ViS höfum skrópaS undan skyldum okkar. ViS látum öðrum blæða okk-
ar vegna og fyrir okkar málstað. ViS höfum selt sál okkar illum anda undan-