Helgafell - 02.12.1943, Side 12
394
HELGAFELL
Kaj Munk trúði á sigurinn, og honum var það ljóst, að hann ynnist ekki
nema með dirfsku og krafti. ,,Þessi þjóð er að deyja af hiki og varúð“, sagði
hann einu sinni í ræðu eftir hernámið, ,,en þessi þjóð verður ekki þjóð, sem
á skilið að lifa, fyrr en hún losnar við ótta sinn“.
Sjálfur var Kaj Munk óttalaus maður. Þessi orð eru úr bréfi hans til
kirkjumálastjórnarinnar, dagsettu í Vedersö 12. mars 1943: ,,£g leyfi mér
hérmeð allravirðingarfyllst að tilkynna hinu háa ráðuneyti, að ég ætla ekki
aðeins að hafa fyrirskipanir þess að engu, heldur að breyta þvert á móti
þeim“. ,,Það er betra, að Danmörk bíði tjón gagnvart Þýzkalandi en gagn-
vart drottni Jesú“.
Sama óbeit á ofbeldi og kúgun, sem kemur fram í leikritum Kaj Munks,
lýsir sér einnig í ræðu hans Jóhannes og Jesús: ..Jóhannes kom með öxi
réttlætisins. Heródes sendi eftir handjárnum. Svona hefur þetta alltaf verið.
Sannleikurinn hefur orðið í þjónustu sinni, en lygin hefur sverð og hlekki, og
samt heldur lygin áfram að ljúga, jafnvel að sjálfri sér, og telja sér trú um,
að hún sé máttugust“.
Kaj Munk var meistari hins myndauðuga máls og hins djarfa máls, eins
og sjá má af þessum sýnishornum úr ræðum hans. Hann talaði kjark og kraft
í dönsku þjóðina á hörmungartímum hennar:
,,Þetta er það, sem okkar gamla þjóð þarfnast", sagði hann í nýársræð-
unni um Krist og Danmörþu, „kraftur yngingarinnar, Guðs endurnýjandi
kraftur, svo að ung þjóð stigi fram og sé samt sú gamla þjóð: verðugir synir
feðranna. Fagnaðarerindið á að kenna dönsku þjóðinni að hugsa stórt. Trúið
á sigur fórnarviljans, í lífi og dauða, trúið á framtíð þess að gefa sjálfan sig,
trúið á Krist, — í stuttu máli: A8 hvaða gagni vœri þa<5 manninum, þótt
hann eignaðist allan heiminn, ef hann bi<5i tjón á sál sinni ?“
Ég hef hér um skeið látið Kaj Munk tala með sjálfs síns orðum. Mér
finnst penni minn vera máttvana og orð mín örsnauð til þess að lýsa Kaj
Munk sem talsmanni sannleikans gegn þeim anda lyginnar, undanhaldsins
og ranglætisins, sem í þrjú löng ár hefur reynt að eitra þjóðarsál Dana. Gegn
þessum anda mannhaturs og kúgunar var hann snjallasti forvígismaður
okkar, trúarhetjan, sem að dæmi Savonarola varð að fórna lífi sínu fyrir sín
máttugu og bitru og eggjandi orð. Við beygjum okkur öll fyrir honum í að-
dáun og auðmýkt.
Fr. /e Sage de Fontenay