Helgafell - 02.12.1943, Síða 13

Helgafell - 02.12.1943, Síða 13
GUNNAR GUNNARSSON: Þáttaskipti Engin þjóð er svo lítil, að saga hennar, athuguð úr hæfilegum fjarska, komi ekki fram sem leikur á sviði lífs vors á þessari jörð, þó að æði sé misskipt um áhorfendatölu, og dregur nú sem óðast að þáttaskiptum í þeim söguleik, þar sem mannlíf þúsund ára á vorri norðlægu eyju er uppistaðan. Yfir fyrsta þætti þessa leiks var bragur manndóms, sem þó umhverfðist von bráðar í erjur og togstreitu um auð og völd. Þegar tjaldið féll, var sjálf- stæði þjóðarinnar tortímt og landið komið undir Noregskonung, — og höfðu íslendingar teflt því þangað sjálfir. Fjögurra alda sjálfstæði var fyrir borð borið af þeirri ómennsku andans og öngþveiti athafna, er jafnan fylgir ásælni og sérdrægni einstakra manna, ætta eða stétta innan þjóðfélagsins. Varð síð- an landslýður öldum saman að súpa hið magra og beizka seyði harma, háð- ungar og örbirgðar úr þeim potti, er sögufrægir forfeður höfðu svo illa í búið, og var að því lítill bragðbætir, að menn þóttust vita, að ófarirnar hefðu að mestu verið óviljaverk. En fátt er örgæða. Á þessum sorgartímum urðu sögurnar til. Þegar oss var meinað að sýna manndáð í verki, byggja og rækta landið, eins og frjálsar framtaksþjóðir jafnan byggja í löndum sínum og yrkja þau, byggðum vér í anda hallir og þó meira en hallir. Með andlegum afrekum sínum á neyðartímum lagði hin fámenna og fátæka íslenzka þjóð grundvöllinn að því frelsi, jafnrétti og menningarlegu hlutgengi meðal stórþjóða, sem vér vonum innilega að verða aðnjótandi áður langt um líður. Þegar á þáttinn leið, þennan átakanlega annan þátt sögu vorrar, reis meira að segja Amlóði úr stónni, vakinn af lúðrahljómi fagurra frelsissöngva utan úr löndum, þó af sér öskuna á sjávarmiðum og tók jafnvel að erja ekrur sínar, — þó að betur megi, ef duga skal. Breyting sú hin gagngera, sem orðið hefur á hög- um þjóðarinnar síðustu áratugina er ekki eldri en svo, að allmargir þeirra, sem þar hafa verið að verki og unnið dyggilega, eru enn ofan foldar. Senn hvað líður er þessi stórmerkilegi annar þáttur á enda með þeim væntanlegu þáttalokum, að sjálfstæði landsins, er týndist sundraðri þjóð sumarið 1262, verði að fullu endurheimt á næsta eða næstu árum. Því að þótt sambandslagasamningurinn frá 1918 væri vitanlega spor í áttina: sjálfstæðir, ekki aðeins í orði, heldvtr einnig á borði, verðum vér þann dag,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.