Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 14

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 14
396 HELGAFELL sem vér myndum ríki að öllu óháð, fáum það viðurkennt af þeim aðilum, sem máli skipta, og erum þess megnugir að standa undir því, efnalega og á annan hátt. Þann dag höfum vér ekki enn að baki; hann er framundan. Nú vill svo til, að þessi mesti hátíðisdagur á ævi vor íslendinga virðist líklegur til að renna á tímum einhverra þeirra mestu hörmunga, er yfir mannkynið hafa dunið og um stund truflað allt eðlilegt samband þjóða og ríkja í millum. Einmitt á þessum aðfaraárum frelsis vors hafa ýmsar þjóðir álfu vorrar, sumar oss náskyldar, þar á meðal sambandsþjóð vor, glatað sjálfræði sínu á hryggilegan hátt, vonandi aðeins um stundarsakir, en víst er það eitt, að framundan bíða vor allra örðugleikar, sem fáa dreymir um. Þá hefur það í sama mund hent oss, að eyja vor, til þessa eitt af allra afskekktustu kotunum í strjálbýli heimshafanna, er allt í einu orðin stikla í þjóðleið loftfaranna yfir Atlantshaf, og er enn með öllu óséð, hvort þessi rausn tækninnar oss til handa er frekar náðargjöf en hermdar. Fram komnar afleiðingar þessarar breyttu ,,legu“ eru ærið uggvænlegar: fyrst hertaka Breta, síðan hervernd Bandaríkjanna, svo kölluð. Væri sízt að undra, þó að menn ,,setti hljóða” í bili, þegar fitjað er upp á umræðum um aukið sjálf- stæði fram undan. Svo er þó ekki, a. m. k. hefur margt verið skrafað meðal flokkanna og meira fyrirhugað. Samt er engu líkara, en að alþjóð íslendinga standi höggdofa gagnvart þessum þáttaskiptum, enda eru þau líkleg til að verða ennþá örlagaríkari en þáttaskiptin áriS 1262. Þessi hljóðleiki almennings væri skiljanlegur, ef ástæðan væri sú, að heimsviSburðir, sem jötunefldar þjóðaheildir og þjóðasamtök eiga framtíð sína undir, hafa fléttazt inn í þessi síðustu æviár vor á slíkan hátt, að vandséð er, hver áhrifin muni verða að lokum eða hvar hægt verði að setja þeim takmörk, og jafnvel tvísýna á því, að vér nokkru sinni endurheimtum land vort óskorað úr þeim tröllagreipum, sem þegar hafa klófest ítök í því hér og hvar. Til eru að vísu sagnir um, að mennskir menn hafi ráðið niðurlögum jötna, og má satt vera, en hvað framtíð vora áhrærir, mun vafalaust gætilegast að gera ráð fyrir því, að vel mætti svo fara, aS í þriðja þætti sögu vorrar, ekki síður en í öðrum, kynnum vér að eiga hitt og þetta undir högg að sækja. Væri gott, ef reyndin yrði önnur, en eins og hús á landskjálftasvæðum eru byggð með hliðsjón af festuleysi foldarinnar, mundi hyggilegt, aS vér treystum eftir föngum hið nýja ríki vort gegn að- vífandi hættum utan úr heimi og innan landsteina. ÞaS er þó miklum vafa undirorpið, hvort það eru eiginlega áhyggjur af þessu tagi, sem binda tungu manna, svo að heita má, að almenningur í landinu hafi ekki til þessa rætt þetta mikla alvörumál sín á milli né það verið rætt við hann, og sé því þjóðin ekki eins vel undir það búin og æski- legt væri, að taka endanlega ákvörðun um skilnaðinn við Dani og myndun lýðveldis. MáliS hefur til þessa verið í höndum flokkanna, en ekki verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.