Helgafell - 02.12.1943, Side 15

Helgafell - 02.12.1943, Side 15
ÞÁTTASKIPTl 397 lagt fyrir þjóðina jafn rækilega og æskilegt væri um slíkt stórmál, hún er að engu spurð, ekkert við hana rætt — nema þá helzt að tilkynna henni undan og ofan af um fyrirætlanir forkólfanna. Á þessu ber þingið aðal- ábyrgðina, en ríkisstjórnin getur varla heldur talizt með öllu vítalaus. Að svo stöddu er þó varla ástæða til að draga í efa, að hugsandi mönnum í landinu sé í raun og veru ljóst, hversu þýðingarmikið það hlutverk er, sem vorri kynslóð er ætlað að leysa, og hún getur ekki með neinu móti skotið sér undan að leysa — eða reyna að leysa — á sem beztan og heillavænlegastan hátt, sem sé að ráða fram úr því, hvernig haga beri stjórnarskipun og stjórn- arfari landsins sem sjálfstæðs lýðveldis. Hins vegar er ekki lengur hægt að ganga þess dulinn, að við undirbúning málsins gætir hins og þessa, sem ekki er með öllu viðfelldið, dregur skugga á gleðina og vekur ugg um fram- tíðina. Eitt af þessu og ef til vill hið skuggalegasta, eru þær vanefndir þeirra fulltrúa þjóðarinnar, er nú skipa alþingi fslendinga, við kjósendur sína, að láta líða ár af öðru án þess að inna af hendi fyrstu þingskyldu sína: að mynda þingræðisstjórn. En sitja samt I Og taka með því á sig margfalda á- byrgð gerða sinna. Verður þó að teljast vafasamt, hvort umboð þeirra eru ekki raunverulega úr gildi fallin með þessum vanefndum. En hvað sem því líður: á þessum alvarlegustu tímamótum íslenzku þjóðarinnar gat varla neitt hörmulegra né hættulegra komið fyrir en að alþingi lenti í sjálfheldu — og sæti í henni árum saman, hvert þingið af öðru. Og nú er sjálfsagt mörgum manninum spurn: Hvernig í ósköpunum getur þing, sem hefur reynzt þess ómegnugt að mynda stjórn, ætlað sér þá dul að ráða fram úr stofnun lýðveldis og stjórnskipun landsins um aldir fram ? Væri ekki á allan hátt sæmilegra, að leysa nú þegar upp þetta vandræðaþing og gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa menn á þing með það tvennt fyrir augum: að mynda stjórn, og að undirbúa nýja stjórnskipun ? Þá verður það einnig að teljast í hæsta máta óviðfeldið, að komið skuli hafa til ágreinings og alvarlegra orðahnippinga um það, hvort frelsistakan skuli gerast með einhliða uppsögn samningsins við Dani og stofnun lýð- veldisins fara fram þegar á næstu mánuðum, eða hvort fylgja beri ákvæð- um sambandslaganna og bíða með að slíta sambandinu, þangað til það geti gerzt með beinum, gagnkvæmum samningum. Áður en meiri hita er hleypt í það mál, væri æskilegt, að báðir aðilar vildu gera sér ljóst, áð það er mikill ábyrgðarhluti að slíta sambandinu einhliða, en eigi heldur með öllu hættulaust að bíða, einkum ef biðin yrði löng. í jafn alvarlegu máli og skilnaðarmálinu má ágreiningur um aukaatriði helzt ekki eiga sér stað. Er þessi ágreiningur með öllu óhjákvæmilegur ? spyr sá, er ekki veit! Hafa allar leiðir til samkomulags verið reyndar ? Hvað hafa þeir, sem bíða vilja, hugsað sér að bíða lengi ? Ef stríðið skyldi standa ein fimm eða tíu ár enn

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.