Helgafell - 02.12.1943, Side 17
ÞÁTTASKIPTI
399
uppdubbaður til sundurgerðar, heldur iðinn og önnum hlaðinn oddamaður
fimm manna stjórnarnefndar, er kæmi í stað ráðuneytis, og kysi hver lands-
fjórðungur sinn mann í stjórnina, en höfuðborgin þann fimmta, og réði ein-
faldur meirihluti kosningu. Stjórnarnefndina máetti kjósa til þriggja eða
fjögra ára, en hún kysi sér sfðan forseta til eins árs í senn. Þá mætti einnig
fara þá leið, að stjórnarnefndin yrði þjóðkjörin og forsetinn kjörinn sérstak-
lega fyrir allt tímabilið, ef menn fella sig betur við það; en hitt er einfald-
ara og óbrotnara. Hvor leiðin sem farin yrði, mundi núverandi ríkisstjóri
eiga vísa kosningu, og gæti því þjóðin áfram notið góðs af reynslu hans og
hyggindum. Löggjafar- og veitingarvald yrði framvegis hjá alþingi, en gefa
þyrfti stjórnarnefndinni töluvert frjálsar hendur á ýmsum sviðum (svo sem
í utanríkismálum), enda yrði með þessu móti raunverulega um fasta þjó8-
stjórn að ræða.
Ef horfið yrði að þessu eða líku fyrirkomulagi um stjórnarkjör, en vand-
ræði alþingis um stjórnarmyndun gera umbætur í því efni aðkallandi, sýn-
ist óþarfi í bili að hrófla við deildaskipun alþingis, eins og tillögur hafa kom-
ið fram um. Hitt er annað mál, hvort alþingi er ekki of mörgum mönnum
skipað og hvort ekki mætti bæta afköst þingsins og takmarka ringulreiðina
með því að fækka þingmönnum. Eins og hér hagar til, virðist hæfilegt, að einn
þingmaður kæmi á hverja 5000 íbúa (í Svisslandi, sem hér hefur verið tek-
ið að nokkru til fyrirmyndar, eru 20000 íbúar að baki hverjum þjóðráðsmanni).
Mundi þetta fækka þingmönnum niður í 24 eða þar um bil, og virðist það
hæfileg tala og kappnóg byrði þjóðinni. —
Hér skal ekki farið lengra út í þá sálma, enda var aðaltilgangurinn með
línum þessum sá: í fyrsta lagi að grafast fyrir um, hvort ekki væri hugsan-
legt, að komast mætti hjá að kljúfa þjóð, sem er sammála í aðalatriðum,
um algert aukaatriði í mesta velferðarmáli hennar; í öðru lagi að mælast
til þess, að málið yrði rætt við almenning í landinu og þjóðin höfð með í ráð-
um, áður en gengið yrði til frekari framkvæmda. Mundi það vafalaust reyn-
ast happasælla en að hrapa að aðgerðum, er leitt gætu til ófarnaðar, sem
sigla mætti hjá, ef menn aðeins í þetta eina skipti væru fáanlegir til að leggja
allan ofsa og þá ekki síður flokkadrátt til hliðar og láta hóf og brjóstvit ráða
— eins og dæmi eru til í sögu íslendinga.
Á alþingi hinu forna hafði hver lögréttumaður jafnan tvo menn tiltæka
að ráðgast við. Ef óhentugt þykir á þessum tíma árs að ganga til nýrra kosn-
inga eða fresta þingi, meðan þingmenn skryppu heim í kjördæmin og ræddu
málin við kjósendur, mætti fara þá leið, að boða til nokkurs konar þjóð-
fundar um málið. Hver hreppur í landinu gæti vafalaust með stuttum fyrir-
vara sent einn eða tvo menn, en stærri bæjarfélög fleiri. Mætti þingi og
stjórn verða að því hinn mesti stuðningur að ræða málin við alþýðu manna,
einkurn ef þjóðin bæri heill til að láta ekki flokkafylgi ráða kjöri fundarmanna.