Helgafell - 02.12.1943, Síða 24

Helgafell - 02.12.1943, Síða 24
406 HELGAFELL son á Þingvöllum í sumar. Ekki man ég til, að íslenzkir stórhöfðingjar hafi fyrr haft ráðagerðir um að taka fyrir munn andstæðinga sinna, en þó má vel vera, að einhver vanstilltur stórbokki hafi einhvern tíma áður tekið sér slík fáryrði í munn. Bjarni getur þess ennfremur, að fyrsti þytur þessa hljóms hafi heyrzt sumarið 1942, er rúmlega 60 alþingiskjósendur sendu alþingi ávarp um að ráða sjálfstæðismálinu ekki til lykta fyrr en Danmörk og ls- land gæti rætt um það sem frjálsir aðiljar. Þessi skýlausi réttur kjósenda til þess að ávarpa alþingi var framkvæmdur leynilega samkvæmt ósk forsætis- ráðherra. Á þennan hátt hófst þá rómurinn, sem á að kæfa! Virðist því óneitanlega kominn tími til, að íslenzkir borgarar taki að athuga, hve lengi þeir muni halda frelsi sínu fyrir stórgikksæði sumra þeirra, sem eru eða þykj- ast vera foringjar alþingis. Bjarni lítur þá, sem að ávarpinu stóðu, auðvitað ekki hýru auga. ,.Undirskrifendur hurfu þó von bráðar í skuggann af orð- sendingum Bandaríkjanna, og er rétt að láta þá eiga sig þar, aðra en þá, sem út úr skugganum hafa skotizt“. Þeir, sem undir ávarpið rituðu, birtu það ekki og létu hljótt um það vegna loforðs þess, er þeir höfðu gefið forsætis- ráðherra. En hér koma nú þakkirnar! Bjarni lætur svo sem undirskrifendur þori ekki annað en halda sig í skugganum, sjálfsagt af hræðslu við sjálfan hann og aðra viðlíka stórlaxa meðal hraðskilnaðarmanna. Þetta hégóma- raus er að vísu öllum óskaðlegt, og er Bjarna ef til vill vorkunnarmál, þótt hann gæti ekki haft taumhald á tungu sinni, úr því að hann langaði til að segja þetta. En þó má honum vera fullkunnugt, að velflestir menn þora að horfast í augu við höfðingdóm hans, hvar og hvenær sem þeir mæta honum. Annars er það merkilegt, hvað hraðskilnaðarmenn gerast jafnan orðvarir, ef þeir eru einslega krufðir sagna um pólitík þeirra. „Finnst þér höfuð- atriði, hvort sambandsslitin verða árið 1944, 1945 eða 1946? Við höfum þó hinn óvéfengda rétt til skilnaðar, sem felst í sáttmálanum frá 1918. Og þar að auki höfum við ákveðin fyrirheit tveggja hinna mestu stórvelda við Atlantshaf, að þau muni fyllilega viðurkenna sjálfstæði vort og fullveldi!“ ,,Já, — hm, það getur rétt verið, en það er bezt að þetta verði sem fyrst!“ ,,Já, en ekki þarftu að óttast, að konungur eða Danir spilli neinu hér á landi, meðan ófriðurinn geisar!“ „Nei, kannske ekki, — en ég hef alltaf verið á móti Dönum og er það enn!“ Svo nennir maður ekki að halda samtalinu áfram. Bjarni Benediktsson má eiga það, að hann er eini maðurinn, sem hefur gert tilraun til að halda uppi vitsmunavörnum fyrir hraðskilnaðarstefnunni. Hann mun og manna færastur í þeim flokki til þess að gera það, því að hann hefur góða þekkingu á ýmsum sviðum og er góðu viti gæddur. Samt sem áður hefur honum farizt þessi tilraun heldur illa úr hendi. — Hins vegar get ég ekki talið, að t. d. Morgunblá&ið hafi lagt neitt til þessa máls frá eigin brjósti. Það hefur að vísu slefað úr sér öllum ósköpunum af heimsku og rógi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.