Helgafell - 02.12.1943, Page 25
LÖGSKILNAÐUR EÐA HRAÐSKILNAÐUR ?
407
yfir andstæðinga sína, en það hefur engum manni mein gert, nema flokkn-
um, sem hefur slíkt blað að höfuðmálgagni sínu. —
VI.
En látum oss nú hlýða á Bjarna og virða fyrir oss kenningar hans um
nokkur höfuðatriði þessa máls. Hann nefnir bækling sinn: LýSoeldi á lslandi,
Rök Islendinga í sjáljstœÖismálinu. Mun síðari titillinn eða undirtitillinn
valinn í þeirri veru, að hógværð og lítillæti höfundarins birtist þegar á titil-
blaðinu.
Þess hefur áður veriS getið, að Bjarni telur, að utanríkisstaða Islands
hafi gerbreytzt, er Island samdi sig undir hervernd Bandaríkjanna. MeS
þeim samningi telur Bjarni mikið hafa unnizt. Hernám Englendinga var nú
úr sögunni, segir hann. En hann er ekki ánægður með, hvernig ýmsir Is-
lendingar líta á þaS mál: ,,Enn í dag tala ýmsir, m. a. þeir, sem betur
ættu að vita, svo sem hernámið haldist enn og á því hafi engin breyting
orðið síSan 10. maí 1940. Óþarfi ætti að vera að fara mörgum orðum
um slíkt fávizkuhjal. AS vísu eru enn hermenn í landinu. En þeir eru hér
ekki eins og á meðan á hernáminu stóS gegn beinum mótmælum Islend-
inga, heldur meS skýru samþykki þeirra“. Skárri er þaS nú upphefðin!
Þessi orS Bjarna hafa sjálfsagt kveikt margar hugsanir meðal flokksmanna
hans og annarra, því aS af þeim má marka, aS ef ríkisstjórn Islands hefði
verið ofboðlítiS liðugri í snúningum í maímánuSi 1940, þá hefSi hún getaS
afstýrt því óláni, sem Bjarni telur aS Islandi hafi þá veriS bakaS. Hún hefði
átt aS grípa til þess snjallræðis aS segja viS fulltrúa Breta, sem hún
samdi viS: ,,ViS viljum ekki, aS þiS hernemiS okkur, hitt er annaS mál,
ef þiS viljiS taka okkur undir vernd ykkar, — þá munum við engum mót-
mælum hreyfa”. Þá hefði aldrei komiS til sögunnar sú ..skerðing á full-
veldi Islands, sem því (hernáminu) hafði veriS samfara". — Að vísu er þaS
satt, aS þaS stendur skýrum stöfum á pappír, aS viS samþykktum hervernd
Bandaríkjanna. En hvernig stóS á þessu ,,sþýra samþyWi“ ? Á þaS atriði
minnist Bjarni hvergi, og hefði honum þó ekki átt aS þykja þaS lítilræði,
svo ákaflega annt sem honum er um heiSur og hamingju Islands, sem enginn
getur elskaS til hálfs við hann og aðra hraSskilnaðarmenn, — aS því er
sumum þeirra hefur sagzt frá. En hiS „skýra samþykki" var þnúiÖ fram
með því móti, aS enska stjórnin sendi íslenzku ríkisstjórninni strengileg sþila-
boh um aS hún yrSi aS segja sig undir hervernd Bandaríkjanna. Islenzku
stjórninni var þetta ekki ljúft, en hún vissi hins vegar, aS mótmæli hennar
mundu lítils metin, — svo sem alltaf mun reynast, hvenær sem íslenzkur
þjóðarheiður og þjóðargagn rekst á viðkvæm og veruleg hagsmunamál ein-
hvers stórveldis, — nema þá ef enn annaS stórveldi telur sér hag í aS styðja
málstaS Islands. — En hversvegna þegir Bjarni um þetta höfuðatriSi ? Sjálf-