Helgafell - 02.12.1943, Síða 26

Helgafell - 02.12.1943, Síða 26
408 HELGAFELL sagt vegna þess, að hann tíill að lesendurnir sjái hið yzta formsatriði málsins aðeins, — ,,hið skýra samþykki", — en að kjarni málsins sé þeim dulinn. Og hversvegna vill hann svo vera láta ? Vegna þess að á þessu atriði, ,,hinu skýra samþykki“, byggir hann rétt vorn til hraðskilnaðar. Þetta þunna skæni hefur hann að grundvelli undir sínar herskáu kenningar! Og um vorið og fram á sumar 1942 stóð mikið til. Ríki, sem með skýru samþykki hafði krop- ið undir verndarvæng stórveldis, gat ekki þolað að vera að nafninu til, — raunar að nafninu til aðeins — í sambandi við ríki, sem tíanefndi sambands- skyldur sínar. Raunar stöfuðu ,,tíanefndirnar“ eingöngu af því, að sam- bandsríkið hafði verið hernumið, réttur þess fótum troðinn og því misþyrmt á margan hátt. Afleiðingin af þessu hafði þó orðið sú, að Islendingar höfðu sjálfir getað tekið í sínar hendur utanríkismál og hið æðsta fram- kvæmdarvald. Ennfremur var fullvíst, að Islendingar áttu samkvæmt sam- bandslögunum og fyrirheitum Breta og Bandaríkjamanna fulla vissu um algert sjálfstæði eftir nokkur misseri. En hvað tjáði allt þetta! Frelsisást og þjóðarstolt nokkurra foringja — og svo njálgurinn, sem kvelur þá, — olli því að þeir höfðu ekki stundlegan frið. Nú skyldi Island drepið úr dróma, — og það voru þeir, sem einir höfðu kjark og karlmennsku til að gera það. Svo sem kunnugt er litu Bandaríkjamenn ekki sömu augum á þetta mál sem hraðskilnaðarmenn sumarið 1942. Þeir tilkynntu íslenzku stjórninni, að þeim litist ráðlegast, að Islendingar aðhefðust ekki neitt í sjálfstæðismálinu að sinni, heldur biðu betri tíma, friðartíma, og tækju þá „ákvörðun eftir eigin óskum og þörfum.“ Enn má þess geta, sem ekki er lítilsvert, að svo var að orði komizt í bréfi þessu, að Bandaríkin telji ,,sér nauðsynlegt að halda vináttu undirokuðu þjóðanna á meginlandinu.“ Með öðrum orðum: Bandaríkin telja, að með hraðskilnaðinum, sem nokkrir íslenzkir foringjar höfðu þá á prjónunum, sé einu hinna undirokuðu ríkja, Danmörku, misboðið svo, að Bandaríkin vilji ekki bera ábyrgð á slíku framferði. Um þetta mál ritaði Bandaríkjastjórn íslenzku stjórninni og tvö bréf sumarið 1942 (dags. 31. júlí og 20. ágúst) og voru bæði mjög vingjarnleg og túlkuðu einlægan vilja Bandaríkjanna til þess að halla ekki rétti Islands í neinu. Mun það og mála sannast, að bæði Bretland og Bandaríkin munu unna oss árs og friðar í öllum efnum, ef við kunnum sjálfir til að gæta. — Það mun hafa verið hin hlálega kenning um vanefndir Kristjáns konungs og Danastjórnar, sem spilaborgir hraðskilnaðarins átti að reisa á 1941 og 1942. Englendingar og Bandaríkjamenn feyktu þeim um koll, bæði vegna þess að helzt til marg- ar blikur voru þá á lofti yfir Evrópu, og sjálfsagt ekki síður vegna hins, að þeim hefur hrosið hugur við, að vanefndakenningin væri borin fram af ör- smárri þjóð, sem nauðug, viljug stóð í skjóli þeirra. Þetta er ekki of djarfleg tilgáta, þegar þess er gætt, að haustið 1942 létu Bandaríkin til leiðast að ,,leyfa“ Islendingum að slíta sambandinu einhverntfma á árinu 1944. Segist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.