Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 28

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 28
410 HELGAFELL einnig að dæma lsland sekt um vanefndir gagnvart Danmörku. En þegar tveim þjóðum er ókleift að halda samning sín á milli af sömu ástœÖum, ófyrirsjáanlegum og óviðráðanlegum, — þá virðist bæði óviturlegt og óheið- arlegt, að önnur þjóðin skelli allri skuldinni á hina og sýni henni í því fjand- skap. Lögfræðingar hafa vitanlega oft verið hinir mestu gagnsmenn bæði á löggjafarþingum og í ríkisstjórnum, en þá hafa þeir verið gæddir stjórn- viti og mannþekkingu, og lagaþekkingin þá orðið þeim að hinu mesta liði. En ef lögfræðingurinn er háður lögmálinu einu, þá er hann mikill gallagripur og verður lögstirfingur. Og bætist svo ofstopi við stirfnina — þá er ekki á verra von. Það var alltaf kolsvört vitleysa að ætla sér að beita vanefndareglunum í þessu máli gagnvart Danmörku. Og sérstaklega verður sú vitleysa bæði háskaleg og hlægileg, þegar þess er gætt, að við höfum allan þennan tíma átt örugga og greiðfæra leið til fullkomins sjálfstæðis, bæði samkvæmt sambandslögunum sjálfum og fyrirheitum þeim, sem bæði engilsaxnesku stór- veldin hafa gefið okkur um fullkomna viðurkenning að ófriðnum loknum, svo sem oft hefur verið getið um hér að framan. En um það mál tjáir víst eigi að ræða við hraðskilnaðarmenn. Þeir hafa ekki verið á taglinu tækir, síðan þeir komust undir vernd Bandaríkjanna, þeim getur ekki skilizt, að þjóð þeirra er þar miklu minni en þúfutitlingur undir arnarvæng, og stundum er jafnvel helzt á þeim að skilja, að hraðskilnaðarflokkurinn hafi sogið í sig kraft og áræði arnarins og geti flogið með smáþjóð eins og íslendinga í klónum, hvert sem honum sýnist. Þess vegna kunna þeir sér ekki hóf, er „örninn" hefur gefið þeim leyfi til skilnaðar. Þeim þykir miklu meiri fremd í að framkvæma skilnað með ,,leyfi“, heldur en sem frjálsir menn með frið- samlegu samkomulagi við sambandsþjóð sína. Þetta gera þeir af því, að föðurlandsástin eða njálgurinn hamast í þeim! En mjög margir Islendingar líta þá svo á, að vel væri, ef ættjarðarást þeirra stæði einu eða tveimur þrep- um hærra en þetta. Það er þegar hraðskilnaðarflokkurinn heldur að hann sé kominn í arnar- ham, að hann hreytir fram úr sér slíkum hreystiyrðum sem þessum: ,,Um hvað á að tala við Dani ?“ Morgunblaðið hefur látið sér um munn fara, að við eigum ekki að láta neina óþarfa \urteisi tefja okkur í viðskiptum okk- ar við Dani. £g heyrði eitt sinn reykvískan róna spyrja, til hvers þessir andskotans mannasiðir væru ? Öllum, sem við voru staddir, féllust svör, nema einum. Hann ráðlagði manninum að leita sér viðurværis í fjósi, fjárhúsi eða hrosshúsi. En þó var þetta ofmælt, því að maður, sem hleypandi er inn í slík hús, þarf líka að kunna mannasiði, ef vel á að fara. Eg veit ekki hvort ,,Morgunblaðið“ vill hugleiða, að blað sem fer með slíkar kenningar, er ekki hæft í mannabústöðum, en í peningshúsum aðeins vegna þess að skepnurnar eru ekki læsar. — En um spurninguna: , ,Um hvað á að tala við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.